Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 35

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 35
Frá starfsmannafélögunum 35 Landsbankinn: Mikil og öf lug starfsemi Félag starfsmanna Landsbanka ís- lands, FSLÍ, var stofnað 7. mars 1928 og verður því 60 ára á næsta ári. Það er elsta f élag bankastarf smanna hérlend- is. Félagsmenn nú eru 1310 talsins. Mikil og öflug starfsemi hefur ávallt átt sér stað innan FSLÍ og hafa f jölda margir starf smenn lagt þar hönd á plóg- inn frá upphafi. Hefur það verið gæfa FSLÍ hversu margir góðir starfsmenn hafa fyrr og síðar lagt félaginu lið og unnið óeigingjarnt starf í þágu allra starfsmanna bankans. Hefur það óefað stuðlað að hinum góða starfsanda sem ávallt hefur ríkt í Landsbankanum. Árlega er kosið í stjórn og nefndir félagsins. Formaður er kosinn til eins árs í senn en meðstjórnendur til tveggja ára. Stjórn félagsins þetta starfsár skipa: Björg Árnadóttir, formaður; Sigurjón Gunnarsson, varaformaður; Brynhild- ur Erla Pálsdóttir, gjaldkeri; Kristín Eiríksdóttir, ritari; Halldóra Svein- björnsdóttir, Anna Jakobína Hilmars- dóttir og Helga Jónsdóttir. Eins og sjá má skipa konur meirihluta í stjórninni og er þar orðin mikil breyt- ing á frá því sem áður var er karlmenn voru lengst af í meirihluta. Skrifstofa félagsins er að Laugavegi 77. Starf smaður þar nú er Sigríður Frið- geirsdóttir, en hún tók við af Guðrúnu Antonsdóttur, sem hvarf til annarra starfa í bankanum í mars s.l. í svo stóru félagi sem FSLÍ er, hlaðast mikil störf á formann og meðst jórnendur, sem allir eru að auki í fullu starfi í bankanum. Má því með sanni segja að starfsmaður skrifstofunnar sé stoð og stytta hverrar stjórnar. Trúnaðarmenn. Trúnaðarmenn FSLÍ eru nú 45 og 34 til vara. Mikilvægi trúnaðarmanna í starfsemi félagsins verður seint full- metið. Þeir eru tengiliðir starfsmanna við stjórn FSLÍ, við SÍB og stjórnendur bankans. Ekki svo lítið hlutverk það. Dagana 7.-8. maí sl. hélt starfs- mannafélagið námskeið fyrir trúnaðar- menn Landsbankans í hinni nýju og glæsilegu félagsmiðstöð í Selvík við Frá fundi með starfsmönnum Landsbankans á Suðurlandi í Selvík 9. október 1987. Álftavatn og var það í fyrsta skipti sem slíkt námskeið hefur verið haldið þar. Leiðbeinendur voru Guðf inna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir. Almenn á- nægja var með námskeiðið og hefur stjórn FSLÍ fullan hug á að halda fleiri slík námskeið í framtíðinni. Sumarbúðir. Mikil aðsókn er ávallt að sumarbú- stöðum Landsbankans. Starfsmannafé- lagið hefur nú til afnota 14 bústaði í Selvík, 5 bústaði í Fnjóskadal og 1 við ísaf jörð. Seljanefnd hefur umsjón með sumarhúsunum og sér um úthlutun hús- anna, sem er vandasamt verk því ætíð komast færri að en vilja. Lengi hefur staðið til að koma upp sumarbústöðum á Austurlandi. Starfs- Frá trúnðarmannaráðstefnu í Selvík dagana 7.-8. maí 1987. mannafélagið á land við Lagarfljót, en ekki hefur náðst eining um að byggja þar bústaði. Leitað hefur verið lengi að öðru landi og s.l. sumar fór stjórn FSLÍ austur á Hornafjörð til að skoða jörðina Þórisdal í Lónssveit, sem er 28 km frá Höfn. Starfsmannafélaginu stendur til boða að kaupa spildu úr jörð þessari þar sem heitir Dalsklif. Mikill áhugi er hjá starfsmönnum Landsbankans á Austurlandi að félagið f esti kaup á landi þessu. Hefur nú fengist vilyrði banka- stjórnar um byggingu bústaða þar, ef að landakaupunum verður. Eftirlaunaþegar. í janúar á hverju ári er haldin síð- degisskemmtun með eftirlaunaþegum. Þarna mæta bæði gamlir og yngri starfs- menn til að hittast og rif ja upp góðar stundir. Er ávallt góður rómur gerður að þessum skemmtunum. Hin árlega sumarferð eftirlaunaþega var farin þ. 27. júní sl. Að þessu sinni var farin dagsferð á Snæfellsnes og heppnaðist hún vel. Bókasafn. Bókasafn FSLÍ hefur verið starfrækt í meira en 40 ár. Það er til húsa á 4. hæð í aðalbanka. Á þessu ári var opnunar- tími safnsins lengdur og er það nú opið daglega. Bókavörður er Erla Ólafsdótt- ir og hefur hún unnið við að gera safnið aðgengilegra og meira aðlaðandi fyrir notendur. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þá ágætu þjónustu sem þar er boðið upp á.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.