Bankablaðið - 01.12.1987, Page 36

Bankablaðið - 01.12.1987, Page 36
36 Frá starfsmannafélögunum Styrkir úr námssjóði. Stjórn námssjóðs annast úthlutun úr sjóðnum. Á þessu ári hafa verið veittir 20 námsstyrkir og 10 kynnisfararstyrk- ir verða veittir á árinu. Skemmtinefnd. „Opið hús“ var haldið í mars sl. og var þá spilað bingó. Uppselt var og kom- ust færri að en vildu. Þórsmerkurferð var farin í júlí í samvinnu við íþrótta- nefnd. Árshátíðin var haldin 2. október að Hótel Sögu og fór hið besta fram. í desember sér skemmtinefndin um jóla- föndur og jólaball fyrir börn starfs- manna. íþróttanefnd. Helgina 4.-5. apríl fór fram á Akur- eyri hin árlega sexþraut, þar sem starfs- menn úr Reykjavík kepptu við starfs- menn á landsbyggðinni. Landsbyggðin fór með sigur af hólmi, en naumlega þó. Laugardaginn 23. maí var haldið landsmót í golfi í boði Landsbankans á Hvolsvelli. Mótið fór sérstaklega vel fram í góðu veðri. Sigurvegari án for- gjafar var Ragnar Ólafsson á 75 högg- um. Þórsmerkurferð var farin 18. júlí. Tóku 150 manns, starfsmenn og fjöl- skyldur þeirra, þátt í ferðinni. Var ýmis- legt til gamans gert, söngur, leikir, gönguferðir og grillveisla um kvöldið. Taflnefnd. í janúar fór fram hin árlega hraðskák- keppni milli Landsbankans og Land- spítalans. Teflt var á 10 borðum og báru Landsbankamenn sigur úr býtum. Að venju var tekið þátt í skákkeppni stofn- ana og hafnaði Landsbankinn þar í 9. sæti með 15 vinninga af 28 mögulegum. í hraðskákkeppninni varð Landsbank- inn í 7. sæti með 31 vinning af 56 mögu- legum. Meistaramót Landsbankans í hraðskák var haldið í maímánuði og varð Jóhann Örn Sigurjónsson í efsta sæti. Um mánaðamótin september-októ- ber hélt 4ra manna skáksveit Lands- bankans til Lundúna og voru þar tefldar kappskákir gegn þremur enskum bönk- um. Sigur vannst gegn Midland Bank og Lloyds Bank en gegn National West- minster Bank tapaðist leikurinn. Sam- eiginlegt hraðmót allra bankanna fór fram 11. nóvember. Spilanefnd. Spilanefnd hefur staðið fyrir spila- kvöldum og er þá spiluð félagsvist og bridge. Nokkrar sveitir frá Landsbank- anum tóku þátt í bridgemóti SÍB s.l. vetur og sigraði þar ein af sveitum bankans. Bridgesveitir Landsbankans og Útvegsbankans hafa tvívegis keppt innbyrðis á árinu og hafa úrslit orðið þau að hvor sveit hefur unnið einu sinni. Spilanefnd hefur fengið Ragnar Her- mannsson frá Bridgeskólanum til að kenna bridge í nóvember og verður kennt vikulega í sex kvöld. Eins og sjá má af framangreindu fer fram blómlegt félagsstarf innan FSLÍ. Starfsmannafélag Landsbankans send- ir bestu kveðjur til allra félagsmanna Kristín Eiríksdóttir. Ve rsluna rbankinn: Jólaglögg bannað fyrir karlmenn! Starfsmannafélag Verzlunarbanka ís- lands var stofnað 31. október 1958 og verður því 30 ára næsta haust. Markmið félagsins er að efla þekkingu félags- manna á bankamálum, auka samstarf á milli starfsmanna innbyrðis og einnig á milli þeirra og stjórnar bankans, jafn- framt því að jafna deilur félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Félagið hefur eins og önnur starfs- mannafélög fylgst náið með kaupum og kjörum félagsmanna sinna og öllum samningum þar að lútandi. Félagsstarf er með nokkuð hefð- bundnum hætti og er haldin hressileg árshátíð á hverju hausti. Starfsmenn sjá jafnan sjálfir um skemmtiatriði og skiptast starfsmenn deilda og útibúa á um að skemmta samstarfsfólki sínu. Félagið á einnig tvo sumarbústaði í Þjórsárdal og er árlega farin gróður- setningar- og fjölskylduferð austur. Vorferðin er oftast farin í kring um Hvítasunnuna og er þátttaka yfirleitt mjög mikil. Að gróðursetningu lokinni er haldin vegleg grillveisla og hefur það aldrei komið fyrir að nokkur færi svangur heim! Á heimleiðinni er það fastur liður að stoppa í sundlaug og þá yfirleitt Þjórsárlaug eða Selfosslaug, sem reyndar hefur notið síaukinna vin- sælda vegna rennibrautarinnar. Þessar fjölskylduferðir skipa orðið fastan sess í hugum starfsmanna bankans og finnst mörgum sem sumarið komi fyrst eftir vorferðina. Félagið ver 10% af félagsgjöldum sínum í „Náms- og kynnisfararsjóð" og er markmið hans að gera félagsmönn- um kleift að leita sér aukinnar mennt- unar innlendis sem erlendis. Nokkrir starfsmenn bankans hafa notið styrks sjóðsins til utanfarar og þannig gefist kostur á að auka þekkingu sína. Auk þessara föstu liða hefur starfs- mannafélagið stutt allar tillögur, sem stuðlað hafa að auknum samskiptum á milli starfsfólks, og má þar til dæmis nefna árlegt „jólaglögg“, sem útibú og deildir skiptast á að sjá um. Jólaglöggið hefur þó þá sérstöðu að einungis kven- fólk má sækja það og er eiginkonum karlmanna sem starfa hjá bankanum boðið í stað þeirra. Síðan má nefna jóla- föndrið, en starfsfólk hefur undanfarin ár tekið sig saman og föndrað með börn- um sínum fyrir jólin. Alþýðubankinn: Árshátíð í Skíðaskálanum Hefðbundið starf þessarar stjórnar hófst með aðalfundi félagsmanna í febrúar s.l., og var mæting mjög góð. í stjórn voru kosnir: Úlfur Guðmunds- son, formaður; Gunnhildur Bjarnadótt- ir, gjaldkeri; Geir Magnússon, ritari; Jóna Helga Hauksdóttir, varamaður og Ingibjörg Guðjónsdóttir, varamaður. Á fundinum var samþykkt að fara f jölskylduferð í sumarbústaðinn á Þing- völlum til gróðursetningar, en þetta árið var þátttaka frekar slæm. Starfsmenn bankans á Akureyri og makar þeirra tóku þátt í golfmóti banka- manna og gekk þeim afburðavel, tóku flest verðlaunin enda góðir íþróttamenn. Árshátíð bankans var haldin í Skíða- skálanum Hveradölum í snæviþöktu um- hverfi og var þar kátt í höllinni fram eftir nóttu. Á haustmánuðum hætti störfum Úlf- ur Guðmundsson formaður en Jóna Helga Hauksdóttir varamaður í stjórn tók við störfum formanns. Einnig hætti bankastjóri Alþýðubankans Stefán M. Gunnarsson störfum í ágúst s.l. og var það mikill missir fyrir starfsmenn. Starfsmannafélagið vill þakka honum fyrir samstarfið á liðnum árum.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.