Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 38

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 38
38 Frá starfsmannafélögunum Broshýrt starfsfólk Útvegsbankans í afgreiðslusalnum við Austurstræti i byrjun maímanaðar, þegar bankanum var breytt í hlutafélag. Útvegsbankinn: Óværa á þjóðinni? Umræður og áætlanir um breytingar á bankakerfinu eru ekkert nýmæli. Þegar 1973 var talað um sameiningu Útvegsbankans og Búnaðarbankans. Þá varð ekkert úr framkvæmd og að mestu lá málið niðri þar til 1985. Þá gerðist það sem alþjóð veit að Haf- skip varð gjaldþrota og farið var að fjalla um gjaldþrotið og endurskipu- lagningu bankakerfisins sem eitt og sama málið og hófst þá umræðan að nýju. Að mínu mati var það mjög óheppi- legt, þar sem það varð báðum málunum til hindrunar. Endurskipulagning banka- kerfisins er meiriháttar mál, sem sjá má á því að ríkisstjórnin lét þær um- ræður niður falla og afgreiddi það með því að gera Útvegsbankann að hlutafé- lagsbanka eins og hann var fyrir 30 árum. Fram að því að sú ákvörðun var tekin máttum við, starfsmenn Útvegsbank- ans, þola að um bankann og okkur var rætt eins og hverja aðra óværu á þjóð- inni. Voru ólíkustu aðilar innan þings og utan sannfærðir um að við ættum engan tilverurétt. Þetta umtal kom illa við okkur, þar sem ákvarðanataka drógst úr hófi og alltaf þegar við héldum að nú færi að lægja, þá fengu f jölmiðlar eitt æsinga- kastið í viðbót. Oft var erfitt að vinna við þessar að- stæður. Við tókum þó strax þá ákvörðun að svara ekki fjölmiðlaumræðunni en leggja áherslu á að ná sambandi við þá aðila sem raunverulega höfðu með mál- ið að gera, þingflokkana og ráðherra og reyna að fá þar sannari myndi af því sem var að gerast og einnig að koma á framfæri því sem okkur þótti máli skipta. Töldum við það eðlilegri vett- vang en f jölmiðla, sem oft vilja rang- eða mistúlka skoðanir fólks. Við vorum því fegin þegar loksins var tekin ákvörðun, þó hún líktist helst dúfueggi í svanahreiðri. Við vorum á- kveðin í því að vera jákvæð og samhent í þessum nýja banka, en geta má þess að tryggð starfsmanna var einstök á þessum erfiðu tímum. Ekki hefði verið hægt að ámæla neinum, þó hann hefði þegið boð um vinnu annars staðar. Það var með blendnum tilfinningum, sem við mættum til vinnu fyrsta virka dag maímánaðar. Við vonuðum að nú fengjum við frið til að vinna okkur upp þar sem óvissa undanfarandi mánaða hafði haft neikvæð áhrif á bankann, sem eðlilegt var. Allar áætlanir og breyting- ar höfðu legið niðri svo okkur þótti sannarlega tími til kominn að sjá eitt- hvað af því verða að raunveruleika. Svo var aftur eftirsjáin að samstarfs- mönnum sem hættu. Bankastjórum og aðstoðarbankastjóra. Ég held að enginn hefði viljað vera í stöðu þeirra og þurfa að taka ákvörðun um að loka fyrirtæki með fleiri hundruð starfsmönnum og ég held að allflestir séu sammála því í dag að svona illa hefði ekki þurft að fara ef Hafskipsmálið hefði fengið yfir- vegaðri og skjótari meðferð í byrjun. Nú eru liðnir nokkrir mánuðir og Út- vegsbanki íslands hf. búinn að sýna að hann stendur fyrir sínu, þrátt fyrir erfið- leika sem skapast innanlands og erlend- is við það að breytast úr ríkisbanka í einkabanka. Við vitum þó ekki enn fylli- lega hvar við stöndum, því nú eru aftur byrjaðar umræður um sameiningu banka. Það sem við, starfsmenn Útvegs- bankans, höfum áttað okkur á, er að heimur okkar fórst ekki við þessa breyt- ingu og þó meiri breytingar verði á okk- ar högum og annarra bankamanna í fram- tíðinni, þá þarf það ekki að vera nei- kvætt. Við erum öll í sama félaginu og þó við séum bundin samstarfsmönnum okkar, banka eða sparisjóði sem við vinnum hjá og viljum veg hans sem mestan, þá megum við ekki láta það hindra okkur í eðlilegum breytingum og hagkvæmum. Það sem við þurfum að aðgæta vel í því sambandi er staða okkar og réttindi og gæta þess að verða ekki aðeins þol- endur í þeim breytingum, heldur reyna að sjá fyrir hvaða áhrif þær hafa og geta þá auðveldað okkur aðlögun að beim- BjörgSig.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.