Bankablaðið - 01.12.1987, Side 39

Bankablaðið - 01.12.1987, Side 39
Frá starfsmannafélögunum 39 B únaða rbankinn: Félagsmálaáróður Jæja, þá er maður loksins sestur niður til þess að skrifa nokkrar línur í Banka- blaðið og að sjálfsögðu á síðustu stundu. Það hefði sjálfsagt verið einfaldasta leiðin að skrifa hefðbundna grein um íþróttir og félagsmál almennt. T.d. grein um glæsilega ferð sem skákmenn Bún- aðarbankans fóru til Lundúna. En lífið er meira en skák! Ég hugsaði með mér að best væri að nota þetta tækifæri til að ýta við samstarfsfólkinu, ýta við starfsmönnum Búnaðarbankans og e. t. v. starfsfólki annarra banka. Það sem stendur öllu félagslífi fyrir þrifum er áhugaleysi, áhugaleysi hjá stórum hluta starfsmanna. Á hverju ári skapast neyðarástand þegar kjósa á í stjórn starfsmannafélagsins og skipa í nefndir. Það þarf nánast að grátbiðja fólk um að gefa kost á sér. Á þessu þurfum við breytingu sem fyrst. Að vísu var félagslífið nokkuð blóm- legt í fyrra þegar Starfsmannafélag Búnaðarbankans átti hálfrar aldar af- mæli. En því miður virðist ríkja mikil lægð nú. Sem dæmi má nefna að ekki var hægt að halda síðustu árshátíð vegna þátttökuleysis. En e.t.v. er þessi lægð lognið á undan storminum. Ég ætla að gamni mínu að nefna hér lítið dæmi um óvirka nefnd. Ég spurði samstarfs- konu mína fyrrverandi hvort hún gæfi aftur kost á sér í íþróttanefnd. Hún brást ókvæða við: „Ha, er ég í íþrótta- nefnd?“ Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við eyðum svo stórum hluta dags- ins á vinnustað að allir verða að hjálpast að til að gera dvölina þar sem ánægju- legasta. Það er lítið gaman í vinnu þar sem beðið er eftir klukkunni allan daginn. Ef öll félagsstörf leggjast alltaf á sama fólkið, þá kemur að því að það nennir ekki meiru, gefst hreinlega upp. Við verðum að gera upp við okkur hvort við viljum félagslíf eða ekki, hvort við viljum krydda tilveruna með íþrótta- tíma, bridgekvöldum, skákkvöldum, fara í ferðalag eða eyða viku í sumar- bústað. Ég leyfi mér að gera ráð fyrir því að flestallir vilji samstarf og virkt félags- líf. Því hvet ég alla þá sem áhuga hafa á þátttöku í félagsstörfum að afla sér upp- lýsinga fyrir næsta aðalfund, sem verð- ur í febrúar. Með kveðju, Yngvi Ó. Guðmundsson, ritari Starfsmannafélags Búnaðarbankans Iðnaða rbankinn: Berjaferð og boltaleikir Kæru félagar. Eins og ykkur má vera ljóst eru störf stjórnarmeðlima hvers starfsmannafé- lags margvísleg og ýmislegt sem kemur inn á borð okkar sem þarfnast af- greiðslu. Of langt mál yrði að telja upp allt það helsta sem við hjá starfsmanna- félagi Iðnaðarbankans höfum verið að fást við þetta árið, en mig langar að nefna hér eitthvað af því. Um mánaðamótin ágúst/september efndum við til berjaferðar og fóru starfsmenn, makar þeirra og börn, austur í Þingvallasveit. í blíðskapar- veðri skemmtu menn sér daglangt, grilluðu pylsur í hádeginu og tíndu síð- an ógrynnin öll af berjum, því af nógu var að taka. Þetta var sérstaklega vel heppnuð dagsferð og gefur svo sannar- lega tilefni til að fara aðra slíka næsta haust. Sumarbústaðirnir okkar þrír í Húsa- felli voru vel nýttir í sumar og komust færri að en vildu. Vinnuhópur fór snemma sumars í Húsafell eins og und- anfarin ár og tók til hendinni, svo allt yrði klappað og klárt þegar fyrstu gest- irnir kæmu. Þök voru máluð, tréverk lagað og húsin ræst hátt og lágt. Búst- aðirnir eru leigðir í viku í senn eða yfir helgi og enn í dag, komið fram í nóvem- ber, eru starfsmenn að skjótast í Húsa- fell yfir helgar. Starfsmannafélagið hefur á leigu sal í íþróttahúsi Vals á Hlíðarenda, einu sinni í viku. Hingað til hefur salurinn aðallega verið notaður til boltaíþrótta, enda hefur íþróttamót SÍB staðið yfir síðustu vikur. Þar hefur Iðnaðarbanka- fólkið staðið sig mjög vel og m.a. unnu konurnar í fótboltanum. Salurinn verð- ur síðan notaður til t.d. leikfimi, bad- minton eða annarra vinsælla íþrótta- iðkana. Við höfum t.d. í hyggju að fá til liðs við okkur íþróttakennara sem kæmi okkur af stað í leikfiminni. „Topp“ ferðalag ársins var án efa Akureyrarferð sem farin var 9.—11. október sl. Ekki leit vel út fyrir okkur ferðalöngunum á farardaginn. Óveður geysaði fyrir norðan og tilkynnt var að heiðar væru ófærar. En hver lætur slíkt stoppa sig af þegar samstarfsfólkið í í nýjasta útibúi Búnaðarbankans í Kringlunni í Reykjavík. Ólöf Magnúsdóttir útibús- stjóri ræðir við viðskiptavin.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.