Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 40

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 40
40 Frá starfsmannafélögunum Akureyrarútibúinu og Sjallinn eru ann- ars vegar. Ekki við. Svo haldið var af stað um 8 á föstudagskvöld á tveimur rútum. Nú, þrátt fyrir snarpar vind- hviður svo tók í farartækin, kafaldsbyl þegar norðar dró og bilaðar vinnukon- ur, var sungið, trallað og spilað á hljóð- færi alla leiðina og til Akureyrar komum við um kl. 6 um morguninn, syfjuð en kát og hress. Gist var á Hótel KEA og á laugardagskvöldið var farið í Sjallann á nýtt skemmtiprógramm, sem þar er nú sýnt. Á sunnudag var síðan haldið heim á leið í miklu betra veðri en á norðurleiðinni og eins og fyrr, var sung- ið og trallað alla leiðina suður. Þetta var hreint út sagt, alveg stórkostlega frábær ferð og verður lengi í minnum höfð. Starf sfólk á heimleið hittist sem fyrr einu sinni í mánuði á Heimleiðarfund- um þar sem ýmis Iðnaðarbankamál eru rædd. Óhætt er að segja að þessir fundir hafi leitt margt gott af sér en á þeim er blandað saman vinnu og léttum uppá- komum. Hér á undan hefur verið stiklað á stóru og fátt af mörgu nefnt. Að sjálf- sögðu eru störf stjórnarinnar ekki ein- göngu skemmtanahald þó svo frá því hafi verið greint hér. Að síðustu langar mig að segja frá því að Iðnaðarbankinn hefur nú hafið skipulagt námskeiðahald fyrir starf sfólk sitt og var byrjað á svo- kölluðum nýliðanámskeiðum sem mælst hafa mjög vel fyrir. Þarna er um brýnt hagsmunamál starfsfólks, ekki síður en bankans, að ræða og lýsir stjórn starf s- mannafélags Iðnaðarbankans ánægju sinni með þetta framtak bankans. Linda Óskarsdóttir. Úr Akureyrarferð Iðnaðarbankans. Etið og drukkið i blíðskaparveðri i Þórsmörk. Spa risjóðurKópavogs: Starfsfólkið komiðiföt! Félagsstarfið í Sparisjóði Kópavogs er með svipuðum hætti og í öðrum bönkum og sparisjóðum. Haldin er jóla- gleði og þrettándagleði, sú fyrri til að koma mannskapnum í jólaskapið og sú seinni til að ná því niður á jörðina aftur. Svo er að sjálfsögðu föndrað dálítið fyrir jólin svona til þess að endurvekja barnið í okkur. Þá er límt, klippt og saumað, allt eftir getu og áhuga hvers og eins. Starfsmannafélagið á sumarbústað í Húsafelli, sem þekktur er undir nafninu Kópakot. Árlega er farið í vinnuferð þangað til að gera klárt fyrir sumarið. í ár var ákveðið að gefa kotinu ærlega andlitslyftingu. Settar voru upp nýjar gardínur fyrir alla glugga, málað hátt og lágt, sett inn ný eldhúsinnrétting og fleira. Var það mál manna að endur- bæturnar hefðu tekist mjög vel og verið löngu tímabærar. Það var því þreytt en ánægt fólk sem kom úr vinnuferð í það skiptið. Sumarið var að sjálfsögðu nýtt til annars og meira en að heimsækja Kópa- kot. Tvær skipulagðar ferðir voru farn- ar, önnur í Þórsmörk og hin út í Viðey. Þessar ferðir áttu það sammerkt að vera sannkallaðar fjölskylduferðir. Þórs- merkurferðin þótti sérlega vel heppn- uð, ekki síst vegna einstakrar veður- blíðu. Ferðalangarnir undu sér við berja- tínslu, fóru í gönguferðir og að sjálf- sögðu voru grillin tekin fram og mat- reiddar ljúffengar steikur. Síðan var sungið og trallað fram eftir nóttu eins og íslendinga er siður. Viðeyjarferðin var miðuð við að börnin fengju eitthvað við sitt hæfi. Dvalið var daglangt á eyjunni og undu jafnt börn sem fullorðnir sér við leiki og skemmtu allir sér ljómandi vel. Aftur var grillið dregið f ram og í þetta skiptið voru það pylsur sem fengu þessa afar vinsælu meðhöndlun. Skemmtinefnd er kosin ár hvert og sér um alla liði utan dagskrár. Það er orðin viðtekin venja að fara út að borða saman að minnsta kosti einu sinni á ári. Einnig hefur skemmtinefnd staðið fyrir leikhúsferðum. Eftir áramót er svo haldið heljar mikið skrall í tengslum við aðalfund Sparisjóðsins. Er það ein vinsælasta og best sótta skemmtun árs- ins. Starfsfólkið fer í sitt fínasta púss og má ætla að viðskipti hárgreiðslustofa á Reykjavíkursvæðinu aukist til muna daginn sem árshátíðin er haldin. Þær breytingar sem starf sfólkinu eru minnisstæðastar á árinu eru einkennis- búningarnir sem starfsfólkið skrýðist nú og hefur verið einstaklega vel tekið, bæði af starfsfólki og viðskiptavinum, eða eins og einum viðskiptavini varð að orði: „Nei, eruð þið komin í föt!" Með bestu kveðjum, Starfsfólk Sparisjóðs Kópavogs.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.