Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 44

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 44
44 Frá starfsmannafélögunum Spa risjóðurinn í Keflavík: Helst vel á starfsfólki Starfsemi Starfsmannafélags Spari- s jóðsins í Keflavík hefur verið með blóm- legasta móti s.l. ár. Starfsemin hefur nú verið sett í fastara form en verið hefur og hafa stjórnarfundir verið reglu- lega einu sinni í mánuði og stundum oftar. Félagið hefur aðstöðu til sam- komuhalds í útibúinu í Njarðvík í Súð- inni, sem er ágætur salur og fékk nafn eftir hugmyndasamkeppni meðal starfs- manna. í Súðinni eru reglulegar uppákomur u.þ.b. einu sinni í mánuði þar sem hinar ýmsu deildir og útibú sjá um skemmti- dagskrá eða bara hvað sem er. Haldnir hafa verið fyrirlestrar, farið í ferðalög, í keiluspil, spurningakeppni o.fl. o.fl. Á hverju hausti stendur starfsmanna- félagið fyrir tilkomumiklum haust- f agnaði og er vel til þeirrar skemmtun- ar vandað. Borðhald, heimatilbúin skemmtiatriði og dans. Starfsmannafélagið sér um rekstur tveggja sumarbústaða og er mikil að- sókn í húsin yfir sumartímann. Annar bústaðurinn er í Borgarfirði en hinn í Grímsnesi. Fastur liður í starfsemi fé- lagsins er að halda á vori hverju fjöl- skyldudaga í bústöðunum til skiptis. Þá er gróðursett og dyttað að ýmsu. Allir hjálpast að, börn og fullorðnir, við að undirbúa bústaðinn fyrir sumarið. Að lokum er svo grillað og haldið heim að kveldi. Oft er fjölmennt í þessar ferðir og mikið f jör. í janúar á þessu ári, nánar tiltekið 20. jan., varð starfsmannafélagið 10 ára og var haldið upp á það með pompi og prakt. Stjórnin heimsótti allar deildir og bauð uppá afmælistertu og snittur við mikinn fögnuð starfsmanna. I ljós kom að 14 af 19 stofnfélögum eru enn starfandi í Sparisjóðnum. Fréttabréf Starfsmannafélagsins er gefið út einu sinni í mánuði og í tilefni af 10 ára afmælinu var gefin út saga starfsmannafélagsins. Stefnt er að því að hafa í öðru hverju fréttabréfi viðtal við einhvern starfsmann. Annars fer þar f ram kynning á nýjum starf smönn- um og ýmsum upplýsingum er komið á framfæri við starfsmenn í gegnum fréttabréfið. St jórn starf smannaf élags Sparisjóðs- ins í Keflavík er skipuð 5 mönnum: SÝNDU FYRIRHYCCJU SKÓLABÓK STYRKIR DIG í NÁMI Með sparnaði á Skólabók ávaxtar þú sumarlaunin og ávinnur þér um leið lánsréttindi. Hringdu eða líttu inn og kynntu þér möguleikana sem hún gefur þér. * SAMVINNUBANKINN Þjónusta í þína þágu Karl Antonsson, formaður; Helga Jakobsdóttir, gjaldkeri; Helga Margrét Guðmundsdóttir, ritari; Ragnar Mari- nósson, meðstjórnandi og María Guð- finnsdóttir, meðstjórnandi. Á vegum starfsmannafélagsins eru ýmsar nefndir starfandi, svo sem orlofs- húsanefnd, jafnréttisnefnd, ritnefnd, íþróttanefnd og skemmtinefnd fyrir haustfagnað. Reynt hefur verið að virkja sem flesta starfsmenn og upp- lýsingastreymið ætti að vera í góðu lagi með útgáfu fréttabréfsins. Helga Margrét Guðmundsdóttir.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.