Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 46

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 46
46 Frá starfsmannafélögunum Samvinnubankinn: Metaðsókn að árshátíð Okkar félagsstarf er að miklu leyti komið í hefðbundinn farveg, enda erum við að verða 25 ára, eða þann 9. nóvem- ber á næsta ári. Það sem við gerum helst er að létta okkur upp annað slagið, förum saman í leikhús nokkrum sinnum á ári, sumarferðalag; síðasta sumar var farið í Þórsmörk. Á haustin höldum við haustfagnað eða síðsumarveislu, þá kveðjum við sumarfólkið, borðum sam- an pottrétt og dönsum síðan. Jólaglögg, jólatréskemmtun fyrir börn starfs- manna svo og þorrablót eru fastir liðir á árstímum þeim sem við á. Síðastliðið vor héldum við furðufataball. Sumarhúsin okkar í Bifröst, Aðaldal og á Spáni voru fullnýtt allt sumartíma- bilið og dugði ekki til, því við teigðum okkur aðeins austur á land með nokkrar vikur í bústað á Héraði. Við gefum út blaðið „Fróða“ sem ætl- að er til kynningar á starfsfólki svo og ýmsar fréttir til gagns og gamans. Þegar þessar línur eru skrifaðar erum við nýbúin að halda árshátíð, sem ávallt er haldin í kringum miðjan nóvember í tengslum við afmæli starfsmannafé- lagsins, 9. nóv. og bankans sem er þann 17. nóv. Nú í ár varð bankinn 25 ára og af því tilefni færðum við honum gjöf, grafíkmyndina „Óskastein" eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Á árshátíðina mættu tæplega 300 manns sem er metaðsókn. Þátttaka er ávallt mjög góð þegar eitt- hvað er í boði og félagar eru einnig duglegir að starfa í nefndum, enda er það þátttakan sem félagsstarfsemi sem þessi stendur og fellur með. í tilefni komandi jóla og áramóta, óskum við félagar i S.S.Í. öðrum banka- mönnum gleðilegra jóla og góðs gengis á næsta ári. Hólmfríður Þorsteinsdóttir. Spa risjóð urH afna fja rða r: 1500 plöntur gróðursettar Árið 1987 byrjaði með því að haldið var jólaball fyrir börn starfsmanna og var þar mikið f jör að vanda, enda var þátttaka mjög góð og voru jafnt ungir sem aldnir mættir á skemmtunina. Að sjálfsögðu mættu nokkrir jólasveinar á ballið og vöktu ómælda ánægju hjá yngstu kynslóðinni. Þeir gáfu þeim góð- gæti úr pokum sínum á meðan eldra fólkið gæddi sér á heimabökuðum kök- um og öðrum kræsingum. Þegar líða tók á vorið var farið að huga að miklum framkvæmdum við sumarbústað starfsmannafélagsins og þá aðallega lóðinni þar í kring. Fenginn var arkitekt til að teikna og skipuleggja það sem átti að framkvæma. Um það bil 1500 plöntur voru keyptar og gróð- ursettar víðsvegar um landið og einnig þurfti að tyrfa stórt svæði. Göngustígur úr rauðamöl var útbúinn að bústaðnum ásamt bílastæðum þar fyrir framan. Einnig voru framkvæmdir innanhúss svo sem endurnýjun á húsgögnum og innbúi. Allt þetta var gert í tveimur ferðum og var þátttaka mjög góð, enda duglegt fólk að verki. Eftir allt erfiðið var síðan boðið upp á veitingar, enda veitti ekki af eftir alla vinnuna. í byrjun september hélt svo skemmti- nefnd SPH „ball“ og dansaði fólkið og skemmti sér fram á rauða nótt. Þetta var einskonar upphitun fyrir árshátíð SPH, sem haldin var með pompi og prakt hinn 28. nóvember sl. Ekki má gleyma hinu árlega jólaglöggi eða nýársfagnaði, sem haldinn er í sparisjóðnum. Þar er Gróðursetning við sumarbústað Starfs- mannafelags Sparisjóðs Hafnarfjarðar í Húsafelli. ætíð boðið upp á íslenskan veislumat ásamt þjóðardrykk flestra íslendinga, sem ekki er hægt að nefna hér. Síðast en ekki síst ber að nefna 85 ára afmæli SPH þann 22. desember nk. og mun þá eflaust eitthvað glæsilegt verða gert. Starfsmannafélag SPH.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.