Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 10

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 10
10 Sameining banka Mikið fjölmenni var á hátíðinni á Kjarvalsstöðum. Blandaður kvartett úr bönkunum fjórum söng „Við eigum samleið". Verð hlutabréfanna er 1450 milljónir króna, en vegna ýmissa leiðréttinga- liða í samkomulaginu er gert ráð fyrir að endanlegt kaupverð verði einhvers staðar á bilinu 1000 til 1100 milljón- ir króna. Samkvæmt samningnum greiddu bankarnir 150 milljónir króna við formlega undirritun. Sama upp- hæð skal greiðast þann 31. desember 1989 og 1. júlí 1990. Útgefin verða síð- an verðtryggð skuldabréf að upphæð 1000 milljónir króna til 15 ára með 5% ársvöxtum þann 1. apríl næstkomandi. Áætlað er að eftir hlutafjáraukningu muni hver bankanna þriggja eiga 833 milljónir, eða 29%, í Útvegsbankan- um, Fiskveiðasjóður 276 milljónir króna, eða 10%, og ýmsir aðilar 105 milljónir króna sem samsvara 3%. Stefnt er að því að heildarhlutafé Út- vegsbankans verði 2880 milljónir króna þegar íslandsbanki hf. tekur til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Undirbúningur sameiningar. I mörg horn er að líta þegar sameina á fyrirtæki á borð við bankana fjóra og útkoman er annar stærsti banki landsins. Athuga þarf starfsmanna- mál, húsnæðismál og fjármál, svo eitt- hvað sé nefnt. Síðast en ekki síst þarf að finna nafn á nýja fyrirtækið. Á undirskriftahátíðinni að Kjarvalsstöð- um var kynnt hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um nafn á nýja bank- ann. Alls bárust um 300 tillögur frá 180 starfsmönnum, þar af 80 með nafninu „íslandsbanki", sem eins og kunnugt er varð fyrir valinu. Sigurvegari sam- keppninnar var Sigrún Erlendsdóttir, starfsmaður Útvegsbankans í Hafnar- firði, og hlaut hún að launum Parísar- ferð fyrir tvo. Starfshópar, skipaðir einum fulltrúa frá hverjum bankanna fjögurra, voru settir á laggirnar seint í júnímánuði og hafa starfað ötullega síðan. Hóparnir eru ellefu talsins og hlutverk þeirra eru margvísleg, til dæmis stefnumótun og stjórnskipulag, markaðsmál, staðarval, tæknimál og starfsmannamál. Þann 15. ágúst kom yfirlýsingin sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftir- væntingu. Um var að ræða skipulag fs- landsbanka og ráðningar bankastjóra. Þá var kunngjört að bankastjórar yrðu þeir Valur Valsson, Iðnaðarbankanum, Björn Björnsson, Alþýðubankanum, og Tryggvi Pálsson, Verslunarbankan- um. Þann 29. ágúst voru framkvæmd- astjórar ráðnir, þeir Guðmundur Hauksson yfir fyrirtækjalánum og lög-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.