Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 20
20 Mötuneytismál Hanna Stefánsdóttir: Matur er (banka)- mannsins megin Samanburður á mötuneytum bankanna 3.1.1 Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu 1130-1330. Ef mötuneyti er ekki fyrir hendi, skal matartími vera 1 klst., á sama tímabili án lengingar dagvinnutímabils. (Úr kjarasamningi starfsmanna bankanna). Hvernig eyðir bankamaður matartím- anum sínum og hvað eyðir hann mikl- um peningum í hádegisbitann sinn í mánuði hverjum? Samkvæmt kjara- samningi á bankamaður 30 mínútna matarhlé þar sem bankinn leggur til mötuneyti eða sambærilega aðstöðu á vinnustað. Að öðrum kosti fær hann 60 mínútna matartíma auk 20 mínútna kaffitíma síðdegis. Ætla má að jöfnuður ríki milli bank- anna í launamálum þar sem borgað er eftir kjarasamningum, en hvað mötu- neytismálin varðar er nokkuð mismun- andi að málum staðið og þá jafnvel milli útibúa sömu bankastofnunar. A meðan starfsmaður í einum bankanum eyðir allt að 6.000.- kr. í mötuneyti sitt á mánuði, eyðir annar helmingi minna eða jafnvel engu eins og dæmin munu sýna og er þá orðið þó nokkuð ósam- ræmi á kjörum bankamanna. Að sjálf- sögðu er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann nýtir sér það sem bankinn hefur að bjóða, hvergi er skylduframlag í mötuneytin. Starfs- mannafélögin á hverjum stað semja um það við yfirboðara sína hvernig málum skuli háttað svo sem hvaðan maturinn skuli keyptur (þar sem hann er aðkeyptur) og hvernig. Skyldi þá hugsunarháttur hagsýnu húsmóður- innar í hávegum hafður þannig að val- ið standi um það besta og jafnframt það ódýrasta. En misjafn er smekkur manna og erfitt að gera öllum til hæfis. Sumir vilja heita matinn sinn í hádeg- inu eins og var hjá mömmu í gamla daga, en tímarnir breytast og æ fleiri hallast að létta fæðinu í seinni tíð. Spurningin snýst nefnilega ekki hvað síst um nýtingu mötuneytanna. Að hún sé góð hlýtur að vera allra hagur. Hér á eftir fer upptalning á mötu- neytisaðstöðu nokkurra banka í Reykja- vík. Búnaðarbankinn. í aðalbanka Búnaðarbankans er mötuneyti og ávallt boðið upp á heitan mat tvíréttaðan, einnig létt fæði eins og grænmeti, brauð, súpur og þess háttar, sem er þá skammtað á diska. Þeim sem borða reglulega gefst sá kostur að greiða fast mánaðargjald fyr- ir matinn og borga þá eitthvað minna fyrir máltíðina, en þeir sem kaupa eina og eina máltíð og greiða fyrir í hvert skipti. Þar er mánaðargjaldið fyrir1 heita matinn kr. 4.200.- en kr. 3.800.- fyrir létt fæði; þ.e. 210.- kr. fyrir heita máltíð en 190.- kr. fyrir létta. Starfs- fólkið borgar allt hráefnið í matinn en bankinn leggur til mjólk, kaffi, te og kakó og rekur mötuneytið að öllu öðru leyti. Landsbankinn. í Landsbankanum er eldað í aðal- bankanum og senda þeir þaðan mat- inn í útibúin á höfuðborgarsvæðinu. Þar borgar starfsfólkið allt hráefnið eins og í Búnaðarbankanum og kostar 60 miða kort 3.500.- og er þá hægt að kaupa hálft eða heilt kort í einu. Dýr- asti maturinn kostar 5 miða og sá ódýr- asti 3 miða. Þar er líka hægt að kaupa brauð og jógúrt eða skyr og er borgað með miðum. Jógúrtið mun vera dýrara í Landsbankanum en út úr búð þannig að það er frekar óvinsælt á þeim bænum. Miðinn er á tæpar 60.- kr. stykkið (58,34) og kostar þá þriggja Greinarhöfundur (t.h.) fær bakkamat í mötu- neyti Verslunarbankans. Hanna er gjaldkeri í Bankastrætisútibúi bankans. miða máltíð 175.- kr. og fimm miða máltíð 292.- kr. Ef við reiknum með 19 miðum að meðaltali á viku í matinn (3x3+2x5) þá kostar 4.434.- kr. matur- inn á mánuði. Starfsfólkið greiðir hrá- efnið en bankinn stendur undir öðrum rekstri mötuneytisins og leggur til kaffi- sopann. Útvegsbankinn. í Útvegsbanka aðalbanka er allt með svipuðu sniði nema þar er matartím- inn 60 mínútur en þeir sleppa í staðinn síðdegiskaffinu. Er það gert við góðar undirtektir fólksins sem helst við vinn- una þegar oft er mest að gera eða rétt fyrir lokun og hefur í staðinn svolítinn tíma í hádeginu til að útrétta eitthvað smávegis. Þar kostar 60 miða matar- kortið 2.700.- kr., heita máltíðin 3-6 miða og létta máltíðin, súpa og salat- bar, 2 miða. Þar er miðinn á 45,- kr. Heita máltíðin kostar því 135.- kr. til 270.- kr. og ef við reiknum með 21 miða í matinn að meðaltali í viku hverri (3x3+2x6) þá kostar kr. 3.780.- á mánuði að borða heitan mat í mötu- neyti, en 1.800 kr.- ef alltaf er valið létta fæðið (súpa og salat- bar). Starfsfólkið greiðir allt hráefni fyrir utan kaffið og teið sem er allan daginn á vögnum hér og þar í deildum til að svala kaffiþyrstum. Mötuneyti þessara þriggja banka munu vera mik- ið notuð skv. heimildarmönnum.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.