Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 21

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 21
Mötuneytismál 21 Úr mötuneyti Landsbankans. Hlaðborð í Iðnaðarbanka. Verslunarbankinn. Hér kemur dæmi um banka sem er með aðkeyptan mat. Verslunarbank- inn, Bankastræti, kaupir tilbúinn mat í bökkum frá Múlakaffi og er hálfur matarskammtur í hverjum bakka. Kostar hver hálf máltíð 276.- kr. sem gera 5.520.- kr. á mánuði ef borðað er daglega. Pað er aðeins 60% af verðinu því bankinn borgar niður matinn um 407o. í sumum útibúum er keyptur ódýrari matur s.s. í Verslunarbankan- um í Mjóddinni og greiöir starfsfóikið 60% á móti bankanum sem greiðir 40%. Bakkamaturinn frá Múlakaffi er ákaflega lítið notaður, þar sem hann þykir allt of dýr. En það er líka boðið upp á brauð m/áleggi, skyr og jógúrt og kostar skammturinn á bilinu 60,- til 80.- kr. og er sami hátturinn hafður á, að bankinn borgar 40% af öllum kostn- aði fyrir utan að bjóða kaffið, mjólkina, teið og kakóið, að ógleymdum osti og smjöri sem fólkið fær frítt. Alþýðubankinn. Alþýðubankinn er með mötuneyti og borgar 60% af hráefniskostnaði og allan annan rekstur mötuneytisins. Þar er heitur matur u.þ.b. tvisvar í viku en aðra daga létt fæði. Mánaðarkortið kostar 3.000.- kr. og eru 20 miðar í korti. Máltíðin kostar 1 miða þ.e. 150 kr. Iðnaðarbankinn. Punkturinn yfir i-ið er svo auðvitað hjá Iðnaðarbanka. Iðnaðarbankinn er mjög nýstárlegur banki, a.m.k. í mötu- neytismálum þar sem hann hefur kom- ið með nánast byltingarkenndar nýj- ungar. Hér áður fyrr var keyptur heit- ur matur í bökkum m.a. frá Múlakaffi eða þar til í vor að bankinn breytti fyrirkomulaginu til að samræma að- stöðuna á milli útibúa sem hafði verið nokkuð mismunandi bæði hvað varðar verð og gæði og nýting misgóð. í til- raunaskyni var ákveðið að bankinn leggði til ákveðna upphæð á hvern starfsmann, (nú kr. 2.500.-) á mánuði sem matráðsmenn nota í rekstur mötu- neytisins, þ.e. hráefniskostnað á hverj- um stað. Boðið er upp á létt fæði, s.s súpur, brauð og salöt, grænmeti og stundum pizzur eða eitthvað álíka en heita matnum sleppt. Verði hráefnis- kostnaðurinn meiri deilist það sem á vantar á hvern starfsmann, en þegar þetta er skrifað hefur það ekki gerst. Fyrst í stað söknuðu margir heitu mál- tíðarinnar sinnar, þá kannski sérstak- lega þessir einstæðu eða vanaföstu en nú virðast allir vera mjög ánægðir með þann hátt sem hafður er á. Nýting á mötuneytinu er afbragðsgóð og yfir- leitt yfirfullt í matsalnum í Iðnaðar- bankanum, enda ekki nema von þar sem fæðið er frítt og er það óneitanlega ágætis kjarabót. Þetta eru mötuneytismálin eins og þeim er háttað í dag en nú fara breyt- ingatímar í hönd, bankar að sameinast í einn íslandsbanka og Landsbankinn að kaupa Samvinnubankann þannig að vænta má breytinga í þessum mál- um sem öðrum. Við vonum bara að valinn verði ódýrasti og besti kostur- inn öllum til ánægju! /Sj VERÐBRÉFAUIÐSKIPTI V/ SAMl/INNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 ■ SÍMI 688568

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.