Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 30

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 30
30 Ping SÍB 36. þing Sambands íslenskra bankamanna: Reglugerð vinnudeilusjóðs 36. þing Sambands íslenskra banka- manna var haldið á Holiday Inn dag- ana 13. og 14. apríl. Pingið er haldið á tveggja ára fresti og fer með æðsta vald í öllum málum SÍB. 65 fulltrúar sátu þingið, auk stjórnar og starfs- manna SÍB, innlendra og erlendra gesta og áheyrnarfulltrúa, - alls um 100 manns. Hinrik Greipsson, fráfarandi for- maður, flutti setningarræðu við upp- haf þingsins. Ávörp og kveðjur fluttu Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ, Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, Adolf Björnsson, fyrrv. formaður SÍB, en hann hefur setið öll þing sambands- ins frá upphafi, og Jan-Erik Lidström, framkvæmdastjóri NBU, Norræna bankamannasambandsins. Sérstakur gestur þingsins var Tore Andersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Norska bankamannasambandsins. Hann ræddi um atvinnuástandið meðal norskra bankamanna, sem hafa misst vinnuna þúsundum saman, og rakti viðbrögð Norska bankamannasam- bandsins. Loks svaraði hann fyrir- spurnum fundarmanna. Tore Andersen frá Norska bankamannasambandinu flytur erindi sitt. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þinginu, - um kjaramál, fræðslumál, jafnréttismál, lífeyrismál, starfsréttindi o.fl., auk nokkurra breytinga á lögum sambandsins. í kjaramálaályktun þingsins er þess m.a. krafist, „að störf bankamanna, sem á undanförnum árum hafa kallað á sí- fellt meiri sérþekkingu og þjálfun, verði metin að verðleikum og banka- störf verði metin sem sérhæfð fagstörf og launuð í samræmi við það." Harðlega er átalið að stjórnvöld skuli æ ofan í æ grípa inn í gerða kjarasamn- inga og gera þannig að engu samn- ingsrétt vinnandi stétta. Þingið hvetur stjórnvöld til að endurskoða skatta- stefnu sína og koma í veg fyrir skatt- svik, þannig að allir þjóðfélagsþegnar standi undir velferðarkerfinu, enda sæmi ekki annað stjórn sem kenni sig við jafnrétti og félagshyggju. Þá er þess krafist, að persónuafsláttur verði hækkaður. Atkvædi talin á þinginu.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.