Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 41

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 41
Fræðslumál 41 manna sé sem almennust. Þannig geta starfsmenn tekið að sér störf í hvaða banka sem er, en einangrast ekki í sín- um banka. Margir telja að Bankamannaskólinn hafi ekki staðið sig nógu vel á síðustu árum, hann fylgist ekki nógu vel með þeim breytingum sem eiga sér stað í bankakerfinu og námið sé ekki nógu markvisst. Þetta kann að vera rétt, en lausn þessa vanda felst ekki í því að bankar dragi sig út úr Bankamanna- skólanum eða að hann verði jafnvel lagður niður, Heldur ber að efla og bæta það nám sem fer þar fram. Má vera að við bankamenn höfum ekki gert okkur grein fyrir gildi skólans. Við höfum tekið honum sem sjálfsögðum hlut og verið ósparir á gagnrýni þegar okkur hefur fundist eitthvað hafa farið miður í starfi hans. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að skólinn þarf aðhald, og það aðhald er best komið frá okkur, starfandi banka- mönnum, er tökum þátt í þeirri öru þróun sem nú á sér stað í bankamál- um. Aðhald okkar á m.ö.o. að felast í leiðsögn, að tengja betur innra starf skólans því sem gerist í bönkunum. Gagnrýnisraddir segja að ekki sé hægt að reka einn skóla fyrir alla bank- ana vegna aukinnar samkeppni milli þeirra. Starfsemi bankanna er að stór- um hluta byggð upp á hliðstæðan hátt. Þeir reka sparisjóð, lánadeild, bókhald o.s.frv. Einnig er skipulagning starfa hliðstæð. Það er því auðveldlega hægt að kenna almenn bankafræði og öll sérnámskeið sem tengjast almennum deildum bankanna í Bankamanna- skólanum. Hins vegar getur hver banki haldið námskeið sem lúta að ein- hverri sérstakri þjónustu, sem hann vill bjóða. Bankamannaskólinn hefur líka miklu félagslegu hlutverki að gegna. Þar hittast bankamenn, kynnast hverj- ir öðrum og öðlast þannig stéttarvit- und. Það er mikilvægt fyrir banka- menn í litlu stéttarfélagi að hittast, bera saman bækur sínar og styrkja þannig Stöðu stéttarinnar. Ef bankarnir fara að draga sig hver á fætur öðrum út úr Bankamannaskólanum og taka að kenna sínu fólki sjálfir er ekki hægt að tryggja að menntunin verði eins al- menn og við viljum að hún sé. Einnig er hætta á að hver banki fari að innræta sínu fólki einhverja sérstöðu og það telji sig ekki hafa neinn hag af sameig- inlegu stéttarfélagi og segi sig úr því að lokum. Þá er hætta á því að Banka- mannaskólinn leggist sjálfkrafa niður og þar með hverfi sameiginlegur vett- vangur bankamanna. Því vil ég leggja áherslu á að það ber að halda allri almennri menntun innan Bankamannaskólans, en bankarnir sjálfir geta kennt það sem þeir vilja leggja áherslu á í þjónustu sinni. Ég tel að Bankamannaskólinn sé stétt okkar og lífsnauðsynlegur, bæði vegna faglegrar menntunar okkar og einnig vegna þess að hann sameinar bankamenn úr öllum bönkum. Sigríður Jónsdóttir: Fræðslumál í Ein þeirra breytinga sem verðandi starfsmenn íslandsbanka standa frammi fyrir er sú að öll starfsþjálfun þeirra og fræðsla mun verða skipulögð og framkvæmd innan bankans. Þetta er þó ekki nýtt fyrir starfsmönnum Iðnaðarbankans og Sigríður Jónsdóttir, starfsmaður Selfossútibús bankans, greinir hér frá því hvernig þeirri fræðslustarfsemi hefur verið háttað og á hvern hátt starfsmenn hafa notið hennar. Á haustin hefur kennslustjóri gefið út starfsáætlun, þar sem greint er frá öllum þeim námskeiðum sem boðið verður upp á næsta árið. Þannig geta starfsmenn valið úr það sem þeir hafa áhuga á að nema, og komið á framfæri við sína yfirmenn. Jafnframt geta yfir- menn gert áætlanir fram í tímann um væntanlegt nám starfsmanna og hvaða starfsmenn þeir telja nauðsynlegt að senda á hvert námskeið. Um 85% starfsmanna sóttu námskeið innan bankans árið 1988 og segir það nokkuð um vinsældir og útbreiðslu þessarar þjálfunar. Allir nýliðar eru sendir á sérstakt Iðnaðarbankanum nýliðanámskeið, þar sem farið er yfir sögu og starfsemi bankans. Þá eru hin ýmsu innláns- og útlánsform bankans kynnt. Þessi námskeið hafa komið sér mjög vel og eru sérstaklega kærkomin í litlu útibúunum, þar sem oft er erfitt að finna tíma til að kynna starfsemi og reikningsform til hlítar. Nýliðarnir hafa rómað þessi námskeið mjög og fundist mjög gaman að fá að kynnast fleiru en nákvæmlega því sem þeir vinna við dags daglega. Mikill kostur við að vera á námskeið- um sem skipulögð eru innan bankans er sá að námið er sniðið að þörfum starfsmanna og bankans. Þá koma flestir leiðbeinendur úr röðum starfs- manna, og hafa því góðan skilning á því sem fjallað er um hverju sinni. Einn- ig eru þeir einskonar tengiliðir starfs- manna, ef upp koma einhver vandamál eftir lok námskeiðs. Öll námsgögn eru vel fram sett og aðgengileg í dagsins önn eftir að námi lýkur, enda sniðin að þörfum bankans. Á hvert námskeið koma starfsmenn úr mismunandi útibúum og því gefur þetta tækifæri á að samræma vinnu- Sigríður Jónsdótti starfar í Iðnaðar- bankanum, Selfossi. brögðin milli útibúa. Einnig verður samstarf milli útibúa persónulegra og auðveldara, þar sem fólk hefur kynnst á námskeiðunum. Þegar starfsmenn sama útibús eða stoðdeildar fara saman á einstök námskeið, sem boðið er upp á, hefur það þann kost að allir fá sömu upplýsingar á sama tíma og eru því alltaf með á nótunum. Samheldni og samstaða eykst og vinnustaðurinn verður skemmtilegri og andrúmsloftið afslappaðra. Einnig eru í boði sérstök námskeið sem útibú eða hópar starfsmanna geta pantað eftir þörfum, allt eftir tíma og áhuga starfsmanna hverju sinni. Ég vil að lokum lýsa ánægju minni með þá ákvörðun yfirmanna hins nýja íslandsbanka hf. að ætla að hafa fræðslustarf með líku sniði og verið hefur innan Iðnaðarbankans.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.