Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 46

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 46
46 Frá starfsmannafélögunum ætlaði með okkur í skoðunarferðina, og lét okkur vita að hann þættist góður ef hann kæmi okkur í land og ekki yrði um neina skoðunarferð að ræða þann daginn. Sökum veðurs taldi hann ekk- ert vit í að fara með okkur í einni ferð í land og sagðist mundu taka okkur í tveimur ferðum og yrði fyrri ferðin far- in um hádegi. Búið var að fella niður þau tjöld sem enn stóðu uppi eftir nóttina og lengi vel stóðu menn í skjóli við kamarinn, en flúðu síðap inn á Hótel Vog, því að nokkur bið varð á því að báturinn kæmi út í Flatey. Loksins var fyrri ferðin farin í land kl. 1600, í sjö vindstigum og miklum sjógangi. Töluvert var um sjóveiki á leiðinni og lagði skipstjórinn til að sungið yrði til að halda uppi smá „húmor". Lagavalið var heldur aumt, því fólk hafði um allt annað að hugsa. „Hafið bláa hafið" var sungið mestallan tímann, kannski svolítið kaldhæðnis- legt en hvað gerir fólk ekki til að reyna að bægja frá einhverjum hræðilegum hugsunum sem leita á hugann í að- stæðum sem þessum? í seinni ferðinni var lítið um sjóveiki því öldurnar hafði aðeins lægt og varð lagaval í þeirri ferð fjölbreyttara. Öll komumst við þó í land að lokum og önduðum léttar þeg- ar fætur okkar snertu fast land í Stykk- ishólmi. Heimferðin frá Stykkishólmi gekk vel og þreyttir en ánægðir ferðalangar komu í bæinn um miðnætti. Allir sem tóku þátt i þessari ævintýraferð voru sammála um að þetta væri ein af skemmtilegustu ferðum sem þeir hefðu farið í og jafnvel hræðslan við að drukkna, sem hafði gripið um sig í ölduganginum fyrr um daginn, var gleymd um kvöldið. Já, þetta var svo sannarlega skemmtileg ferð og ekki síðri en svaðilförin í fyrrasumar þegar við Seðlabankastarfsmenn sátum fastir í Krossá í tæpa tvo tíma uppi í Þórsmörk. Ætli hrakfarir og óveður fylgi okkur nokkuð? Eyrasparisjóður: Sameiginleg árshátíð Starfsmannafélag Eyrasparisjóðs S.E.P.T. er með yngstu og smæstu starfsmannafélögunum innan S.Í.B, rúmlega eins og hálfs árs, og telur alls 12 félaga. Eins og skammstöfunin gef- ur til kynna er félagið dreift á tvo firði þ.e. Patreksfjörð og Tálknafjörð. Við í stjórn S.E.P.T. getum því mið- ur ekki státað okkur af gróskumiklu félagsstarfi, enda horfir slíkt töluvert öðruvísi við í svo fámennum byggðar- lögum sem Patreksfjörður og Tálkna- fjörður eru, það er nú einu sinni svo að þeir sem sýna einhvern áhuga á félags- málum eru kosnir í allar stjórnir og nefndir þeirra félaga sem starfandi eru á svæðinu. En þó má geta þess að s.l. haust fóru allir starfsmenn Eyrasparisjóðs og makar þeirra út að borða, og þótti það kvöld sérstaklega vel heppnað. Ekki er öll nótt úti enn, því árshátíð- in er á næsta leyti (a.m.k. þegar þetta er ritað) eða nánar tiltekið 4. nóv. 1989 og er mikill hugur í okkur sparisjóðs- konum að gera það kvöld eitt af þess- um grand kvöldum (svo ég sletti nú bara pínu). Þessi árshátíð er eilítið sér- stök að því leyti að hún endurspeglar það sem er að gerast í heimi banka- manna í dag. Þarna sameinast bank- arnir þrír á fjörðunum þremur þ.e. Patreksfjörður með Landsbankaútibú, Samvinnubankaútibú og Eyraspari- sjóð, Tálknafjörður með Landsbanka- útibú og Eyrasparisjóð og Bíldudalur með Landsbankaútibú. Þarna mætast starfsmenn bankanna og makar þeirra á miðri leið (kem ég nú enn og aftur að sameiningu, þetta er bara í tísku núna) nánar tiltekið í Dunhaga Tálknafirði og halda veglega hátíð með heimatilbún- um skemmtiatriðum. Ég held ég geti fullyrt það með fullri virðingu fyrir öll- um góðum samkomum norðan og sunnan Alpafjalla að þetta er jú skrall eða ball í lagi. En nú er mál að linni, að minnsta kosti að sinni. Starfsmenn Eyrasparisjóðs, Patreks- firði og Tálknafirði, senda öllu banka- fólki baráttukveðjur á tímum óvissu og sameiningar. Jörgína Jónsdóttir formaður S.E.P.T. Frá 30 ára afmælisfagnaði Starfsmannafélags Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Sparisjóður Hafnarfjarðar: 30 ára afmæli Okkar félagsstarf er að miklu leyti komið í hefðbundinn farveg. Starfs- mannafélagið hélt upp á 30 ára afmæli sitt á þessu ári. Síðasta starfsár hófst með jólaglöggi um miðjan desember s.l., og í byrjun janúar var haldið eitt fjölmennasta jóla- ball sem haldið hefur verið og mættu þangað jafnt ungir sem aldnir og var vafamál hvor kynslóðin skemmti sér betur. Þann 3. mars var svo haldið „bjór- kvöld" í nýjum salarkynnum Spari- sjóðsins og tókst það stórkostlega, eftir því sem sögur herma. Síðan var hald- inn aðalfundur Starfsmannafélagsins 22. mars. Þegar vorið fór að nálgast var haldið upp á 30 ára afmæli Starfsmannafé- lagsins og var starfsmönnum boðið til kvöldverðar með viðeigandi glæsibrag. Hin árlega vorferð var farin í byrjun júní í sumarhúsið í Grímsnesi og var það undirbúið fyrir annríki fyrir sumarsins sem aldrei kom. í byrjun október var farið að sjá Oli- ver Twist í Þjóðleikhúsinu. A döfinni er undirbúningur jólanna sem verður m.a. jólaföndur, jólaglögg og okkar ár- lega árshátíð sem haldin verður 25. nóvember. Við óskum bankastarfsmönnum öll- um gleðilegra jóla og góðs gengis á komandi ári. Skúli Skúlason Unnur Berg

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.