Lindin - 01.01.1940, Blaðsíða 42
40
L I X 1) I N
finna hjá hinum mikln meislurum 17. og 1<S. aldar-
innar, Pachelbel, Freskohaldi, Buxtehude, Böhm og
Bach og fl. Á 19. öldinni hnignar orgellistinni mjög
með rómantikinni, þá hnignar einnig orgelleiknum
við guðsþjónusturnar. Um síðustu aldamót skeður
svo breytingin lil hatnaðar á ný; Max Beger, mesla
orgel-tónskáld, síðan Bach leið, skapar sín ódauðlegu
verk, og síðan rís hvert orgeltónskáldið af öðru.
Orgelið, »drottning hljóðfæranna,« er aftur komið lil
síns réttar. Kröfurnar, sem gerðar eru til kirkju-
organleikaranna nii á dögum, bæði í Evrópu og einnig
í Vesturheimi, eru mjög miklar. Það er enganveginn
nægilegt að organistinn komist fram úr sálmalögunum
einum; til þess að vera hinu háleita starfi sínu lylli-
lega vaxinn, þarf kirkjuorganistinn, ekki síður en
konserlorganislinn, að þekkja hinar kirkjulegu tón-
hókmenntir út í æsar, og hafa þær, að meira eða
minna leyti, á valdi sínu. Það, að orgánistinn geli
improviserað, þ. e. spilað af fingrum fram og upp úr
sér, þegar þess gerist þörf, er einnig krafist af organ-
istum nú á dögum, eins og á tímum Bach. Um allt
þetta var rætt á þessari samkomu og margt fleira,
en tíminn endist mér ekki til þess að geta um allt,
sem talað var um. Aðeins skal þess getið, að margir
preslanna hlusluðu með miklum áhuga á uniræður
lónlistarmannanna um j)essi efni. Umræðurnar voru
mjög skemmtilegar og málaflutningurinn fjörlegnr
með köflum. Kl. 5 var tekið á'móli gestunum í
ráðhúsinu. Borgarstjórinn bauð alla gestina velkomna,
en síðan voru horðaðar hinar lrægu ráðhúspönnu-
kökur og annað sælgæti, en ölið var veitt í stríðum
straumum. Nokkrar ræður voru fluttar, en finnski
kirkjukórinn söng þarna nokkur lög.
Síðasti þáttur þessa dags voru kirkjutónleikar í
Hallarkirkjunni við Kristjánsborg. Þar lék Emilius
Bangert orgelverk eftir Buxteliude, »Hljómsveit ungra