Lindin - 01.01.1957, Blaðsíða 26

Lindin - 01.01.1957, Blaðsíða 26
20 L I N D I N að verða oss hvatning til þess að efla hinn innri mann og auka andlega fyllingu vora og fullnægju, — já, þá yrði ávinningurinn af auknum efnisgæðum vissulega næsta hæp- inn. Það má öllum augljóst vera, þótt ekki sé tekið tillit til annars en þess, að útilokað er með öllu, að hinna efnis- legu gæða, er vér kunnum að geta sallað að oss, — að úti- lokað er, að þeirra fáum vér notið meira en í mesta lagi í nokkra áratugi. En hin æðri andlegu verðmæti eru hins- vegar aldrei tímabundin — þau eru ævinlega eilífðar eðlis, — og yfir árin hafin, og verða því aldrei af oss tekin. Þótt vér því aðeins hugsuðum um okkar eigin hag, hvað oss sjálfum hverjum og einum er fyrir beztu, eins og vér ger- um nú svo oft, þá ætti oss vissulega að vera það áhugamál, að láta ekkert það fara fram hjá oss, er auðgað geti anda vom. Að öllu eðlilegu, og ef vér værum andlega vakandi, þá létum vér oss ekki ganga úr greipum neitt það tækifæri, er orðið gæti til þess að efla og örva eldinn hið innra fyrir andann, og hef ja oss upp yfir það, sem eyðingunni er undir- orpið og verður oss óhjákvæmilega einskis virði eftir ör- stuttan leik. En er þessu þó yfirleitt þannig háttað hjá oss, hegðum vér oss samkvæmt þessu, sem að rólegri íhugun virðist sjálf- sagður hlutur? Já, hvað virðist þér lesandi góður, er þú lítur í eigin barm og litast um í umhverfi þínu? Er ekki ástandið þannig æði víða, að t. d. einfaldir dansleikir eða ómerkilegustu kvikmyndir, sem ekkert skilja eftir annað en tómleikann einan, eru teknar svo margfaldlega fram yfir kirkjuna, t. d. að allur samanburður leiðir þar til hinnar frá- leitustu útkomu? Ég nefni ekki þessa hluti af því, að ég telji kvikmyndir og dans ekki geta átt á sér fullan rétt, — fjarri fer því, eðlilegt og heilbrigt skemmtanalíf er vissu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.