Lindin - 01.01.1957, Blaðsíða 75

Lindin - 01.01.1957, Blaðsíða 75
L I N D I N 69 lands er kristið lögleysi byggt á skynsemi og réttvísi. Irsk- ur byltingamaður gerir upreysn gegn hlutum sem hann þekkir alltof vel. Sannir þegnar ævintýralands hlýða á hinn bóginn einhverju, sem þeir beint ekki skilja. í ævintýrum byggist óskiljanleg sæla á óskiljanlegum skilyrðum. Askja er opnuð, og allir vondir andar fara á kreik. Orði er gleymt, og borgir hrynja. Kveikt er á lampa, og ástin flýgur burt. Blóm er tínt og mannslíf farast. Epli er etið, og von Guðs brestur. Þetta er tónn ævintýra, og er þar vissulega engin lögleysa á ferð og jafnvel ekki frelsi, þótt talið sé svo miðað við kvikinzku harðstjórn, sem þekkt er nú á tímum. Tugthús- limir geta máski haldið, að fréttamenn séu frjálsir sem fuglar himins. En þegar betur er að gáð mun koma í ljós, að bæði ljúflingar og blaðamenn eru skyldunnar þrælar. Guðmæður ævintýra sýnast að minnsta kosti fullt eins nákvæmar í sér og aðrar guðmæður. öskubuska fékk vagn frá Undralandi og vagnstjóra utan úr buskanum, en hún fékk einnig þá skipun, sem ósköp vel gat hafa komið beint frá lögreglunni, að hún yrði að vera komin heim á slaginu tólf. Hún fékk líka glerskó á fæturna. Og naumast getur það verið tilviljun ein, hversu gler er algengt efni í þjóðsögum. Ein kóngsdóttirin á heima í glerhöll, önnur á glerfjalli og enn önnur sér allt í spegli. Þeim er öllum guðvelkomið að búa í glerhúsum, ef þær aðeins kasta ekki grjóti. Þetta ljómandi þunna gler táknar þá staðreynd, að hamingjan er björt en brothætt, líkt og hlutir, sem auðveldast brotna hjá húshjálp eða ketti. Og þetta hugarþel ævintýra gagntók mig og varð hugarþel mitt gagnvart öllum heimi. Mér fannst og finnst enn lífið bjart sem gimsteinn, en brothætt eins og rúða í glugga. Og þegar himininum var líkt við hinn aga- 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.