Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 2
ÚTVARPSTIÐINDI 98 S. D. sendir eftirfarandi vísur í Sind- ur: KNJÓSKDÆLSK VfSA. Óimast kári og ýfir fönn, ymur í skörðum fjalla. Pað eru fárleg ferðabönn fyrir Skottu og Lalla. VÆNGJUÐ ÁSTARÞRÁ. Engilvængjuð ástarþrá ofan fallast lætur manns og konu miili á mótum dags og nætur. „JÓNAS SEXTUGUR“ Vísa sú, sem birtist , Sindri í síðasta hefti til Jónasar Jónssonar alþingis- manns, og eignuð var konu í Reykjavík er eftir Jóhannes Bjarnason lireppstjóra og kennara í Flatey á Skjálfanda og leið- réttist það hér með. Vísan er svona- Sit heill sextugur samvinnufóstri. Skinnfaxa léstu skunda skeiðvöll liugsjóna. Fromherji Framsóknar. Faðir Tímans. Ófeig lætur herja í Austurveg. HF.STAVISA í FLUGVÉL. Eftirfarandi vísu hafði Bjarni Ásgeirs- son alþingismaður yfir í þættinum um daginn og veginn nýlega og telur hann hana vera fyrstu hestavísuna, sem 6rt er í flugvél hér á landi. Vísan er eftir Ein- ar Sæmundsson, og orti hann hana er hann flaug norður yfir Vatnafjallaveg, en þar var áður fjölfarinn reiðvegur: Fyrrum þessa löngu leið lötraði ég með snilli. Núna læt ég skotra á skeið skýja og sólar milli. ÚTVF& [FSiPS'U'LÍ'íS) 0 M ED D koma út hálfsmánaöarlega. Árgangur- inn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrir- fram. Afgreiðsla Hverfisg. 4. Sími 5046. Útgefandi h. f. Hlustandinn. Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni h.f Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Vilhj. S. Vilhjálmsson, Þorsteinn Jósepsson. VORVÍSUR. Eftirfarandi vorvísur eru eftir Ágúst L. Pétursson frá Klettalcoti á Skógar- strönd, en hann er kunnur hagyrðing- ur þar um slóðir og hefur gert margar snjallar lausavísur um dagana: Prýðir vorið' loft og láð, laða blóm á hverjum stað. Hlíðarskrautið hreint og fáð. • Hvað er fegri sjón en það? Gyllir sólin víðan völl, vellar spói út við fell, hyllir uppi yztu fjöll, ellirotin þýðna svell. Og enn kveður Ágúst um vorið og fuglana, en nú með breyttum bragar- hætti: Vorið kæra völdin fær, völlur grær í næði. Sólin skær og blíður blær blessun ljær og gæði. Út um flóa, fjörð og mel fugla þróast hlátur. Syngja lóur víða vel, vellar spói kátur. Ástarþáttinn þröstur kær þylur dátt í runni. Allt er kátt, sem andað fær úti í náttúrunni.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.