Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 6
102 ÚTVARPSTÍÐINDI Eftir stríðið: Þýðing útvarpsins á stríðstímum Almenningstækin og nýungar þeirra Viðtal við SVEININGVARSSON forstj. Viðtækjaverzlunar ríkisins Það mun óhætt að fullyrða að þús- undir íslenzkra útvarpsnotenda bíða eftir möguleika á því að geta endur- nýjað viðtæki sín og að jafnframt bíði þúsundir einstaklinga, sem ekki hafa átt viðtæki áður, eftir tækifæri til að eignast þau. Það er víst að mikil ös verður hjá Viðtækjaverzlun ríkisins strax og eitt- hvað greiðist úr með viðtækjifram- Ieiðslu og þó sérstaklega, ef hin nýju tæki eftirstríðs áranna verða mikið endurbætt, frá því sem áður var og freisti manna til tækjaskipta. Otvarpstíðindum hafa bbrizt nokkr- ar fyrirspurnir um þetta að undan- förnu, en ritstjórarnir gátu litlu svarað og sneru „Tíðindin" sér því til Sveins Ingvarssonar forstjora Viðtækjaverzl- unarinnar og bjáðu hann um upplýs- ingar. Sveinn íngvarsson forstjóri Viðtækjaverzlunar ríkisins. „Ég er fús til að rabba við yður um þessi roál, því að sennilega bíður eng- inn nýrrar viðtækja-framleiðslu með meiri óþreyju en ég'\ sagði forstjórinn, „en upplýsingarnar verða því miður ekki eins fullkomnar og ég hefði sjálf- ur kosið, því betra er að gefa engar upplýsingar en að byggja á ágizkunum annara, sem vel geta brugðist og ef til vill eru bornar fram eins mikið í þeim tilgangi að vekja áhuga fyrir tækja- sölu eins og því að upplýsa hvenær smíði tækja verði hafin. Ég vil því taka það strax fram að spurningunni sem útvarpsnotendum leikur mest forvitni á að fá svarað, hvenær viðtæki verði aftur á b..Sstól- um, mun ég leiða hjá mér að svara, öðru vísi en víst er, að þess verður ekki mjog Iangt að bjíða úr þessu. Ég sá nýlega, í amerísku tímariti,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.