Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Page 6

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Page 6
102 ÚTVARPSTIÐINDI Eftir stríðið: Þýðing útvarpsins á stríðstímum Almenningstækin og nýungar þeirra Viðtal við SVEIN INGVARSSON forstj. Viðtækjaverzlunar ríkisins Það mun óhætt að fullyrða a?i hús- undir íslenzkra útvarpsnotenda bíða eftir möguleika á því að geta endur- nýjað viðtæki sín og að jafnframt bíði þúsundir einstaklinga, sem ekki hafa átt viðtæki áður, eftir tækifæri til að eignast þau. Það er víst að mikil ös verður hjá Viðtækjaverzlun ríkisins strax og eitt- hvað greiðist úr með viðtækjaíram- leiðslu og þó sérstaklega, ef hin nýju tæki eftirstríðs áranna verða mikið endurbætt, frá því sem áður var og freisti manna til tækjaskipta. Útvarpstíðindum hafa borizt nokkr- ar fyrirspurnir um þetta að undan- förnu, en ritstjóramir gátu litlu svarað og sneru „Tíðindin“ sér því til Sveins Ingvarssonar forstjóra Viðtækjaverzl- unarinnar og þáðu hann um upplýs- ingar. Sveinn Ingvarsson forstjóri Viðtækjaverzlunar ríkisins. „Ég er fús til að rabba við yður um þessi mál, því að sennilega bíður eng- inn nýrrar viðtækja-framleiðslu með meiri óþreyju en ég“, sagði forstjórinn, „en upplýsingarnar verða því miður ekki eins fullkomnar og ég hefði sjálf- ur kosið, því betra er að gefa engar upplýsingar en að byggja á ágizkunum annara, sem vel geta brugðist og ef til vill eru bornar fram eins mikið í þeim 'tilgangi að vekja áhuga fyrir tækja- sölu eins og því að upplýsa hvenær smíði tækja verði hafin. Ég vil því taka það strax fram að spurningunni sem útvarpsnotendum leikur mest forvitni á að fá svarað, hvenær viðtæki verði aftur á b'.ðstól- um, mun ég Ieiða hjá mér að svara, öðru vísi en víst er, að þess verður ekki mjög langt að bíða úr þessu. Ég sá nýlega, í amerísku tímariti,

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.