Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 8
104 ÚTVARPSTÍÐINDI anir með lýsingu á gerðum þeirra við- tækja, er smíðuð verða á bessu tíma- bili hafa ViStækjaverzluninni borizt frá nokkrum þekktustu verksmiðjunum. Þó að ekki sé ætlast til að þær upp- lýsingar séu nú þegar látnar öðrum í té í einstökum atriðum, get ég gefið þær almennu upplýsingar um viðtækja- gerðirnar, sem væntanlegar eru á áð- urnefndu tímabjli að þær verða mjög líkar tækjunum, sem framleidd voru þegar viðtækjasmíði fyrir almenning var bönnuð og er þar Iítilla breytinga að vænta nema hvað snertir útlit iækj- anna. Viðtækjasmiðjurnar Iáta hinsvegar óspart skína í það að þær eigi í fórum sfnum nýjungar, sem verða muni til verulegra endurbóta og hagnýttar verði í tækjasmíðinni smám saman eftir því sem tími vinst til. Jafnframt er vitan- legt að ný efni hafa komið fram og ný tækni tekin upp við framleiðslu margra viðtækjahluta á þeim tíma, sem ein- göngu hefir verið unnið að hergagna- framleiðslunni og að þetta hvoru- tveggja verður hagnýtt fljótlega í tækjasmíðinni og mun bæta hana, þó varla muni það valda verulegri bylt- ingu á þessu sviði. í öðrum greinum radio-iðnaðarins hafa hinsvegar verið boðaðar svo stórfeldar nýjungar að þær getá kallast næstum æfintýralegar og er minst á í því sambandi sjónvarp, hið fræga ,,Radar“-tæki og nýjungar í senditækni, en þessar nýjungar geta varla talist áhugamál fyrir íslenzka út- varpsnotendur. Þá vil ég að lokum segja það, að þegar innflutningur viðtækja hefst aft- ur, ættu að verða meiri og betri mögu- leikar á því að auka og bjæta tækjakost landsmanna, en nokkru sinni áður og sérstaklega þegar miðað er við þreng- ingar og takmarkanir áranna fyrir stríðið, meðan gjaldeyris-hungrið svarf að okkur. Ég tel að í fáum löndum sé meiri þörf á útbreiðslu og góðri starfrækslu útvarpsstarfsemi en hér á Iandi þar sem víðáttan er svo mikil og strjál- býlið meira en nokkursstaðar annars- staðar, samgöngurnar ófullkomnar og hljóta alltaf að verða erfiðar og veðr- áttan breytileg og viðsjál. Þýðing út- varpsins í slíku landi, hlýtur öllum að vera Ijós. Nú er kaupmátturinn fyrir hendi og nýbyggingarandinn í algleymingi Ég vona því að tækifærið verði nctað til hins ítrasta til að bæta og auka við- tækjakost landsmanna og að kjörorð- inu, sem Viðtækjaverzlunin tók sér í fyrstu viðtækjaauglýsingum sínum: „Viðtæki inn á hvert heimili“ verði fullnægt á skömmum tíma. Um verðlag get ég ekki annað sagt en það að viðtækjaverksmiðjurnar ætla að framleiðslukostnaður þeirra verði 35—40% hærri en var fyrir stríð — en svo kemur að sjálfsögðu breytingin á flutningskostnaði og fleira. SKIP AÐ FARA — EÐA MESSA AÐ HEFJAST. S. R. skrifar: „Ég sit annars hugar við útvarpið. — Heyri eins og fjarlægt hljóð i eimpípu — síðan skrölt, líkt og verið sé að losa festar á skipi — lágt öldu- gjálfur — fótaspark — ræskingar og mér heyrist helzt einhver vera að taka i nefið. Síðan verður nokkurnveginn hljótt, og ég hugsa mér að skipið sé að skríða út úr höfninni. En viti menn — það heyrast allt í einu orgeltónar? — Ég skil. — Það á að fara að útvarpa messu úr Dómkirkjunni".

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.