Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTIÐINDI 105 GUÐMUNDUR KR. EIRÍKSSON I ÞA DAGA SMÁSAGA Vi'ð sátum fjórir saman inni á aðal- hóteli borgarinnar, við vfn og gleðskap. Við vorum allir æskufélagar, sem höfð- um komið hér saman til að minnast liðinna samverudaga. — Listmálarinn, vinur okkar, hafði orðið. . . . Já, í þá daga fannst manni lífið stundum erfitt — maður var nú kannske ekki heldur alltaf saddur. Að eiga nokkrar krónur í vasanum í þá daga, var heilt ríkidæmi. Þá leit mað- ur á sig sem milljónamæring. Ha! Ha! — Ég get nú ekki annað en hlegið er ég minnist eins atviks, frá þessum dög- um — en þá var mér frekar grátur en hlátur í huga.---------- Það er stórveðursrigningarkvöld.__ Regnið féll með drungalegu og eyði- legu hljóði niður á götupollana og á steinmöl götunnar og gaf með því ó- hugnanlegt undirspil við vindinn er þaut og hljóðaði í húsasundunum á þessu dimma og kaldranalega haust- kvöldi. Það var engu líkara en að náttúran væri að leika einhverja tröll- Guðmundur Kr. Eiríksson. aukna hljómkviðu. ... Já, hvað skyldi Beethoven gamli hafa fundið út úr þessum ósköpum sem á gengu, ef hann hefði verið á lífi og úti í þessu líka veðri? Um þetta hafði ég verið að brjóta heilann. Ég hafði líka haft nægan tíma til þess, því ég hafði slangrað fram og aftur um göturnar í slagveðrinu næst- um því heila klukkustund. Peningarnir voru þrotnir, rétt einu sinni. Einar fimm krónur var allur minn veraldarauður um þessar mundir. Það virtust fáir girnast málverk mín. Ég var líka b(yrjandi í listinni og ó- þekktur svo að segja. Ég hafði frétt, að sílspikaður út- gerðarmaður, sem vissi ekki aura sinna tal, hefði nýskeð keypt sumarbústað, skammt frá borginni, sem hann hefði lengi haft augastað á. Þar hafði ég fundið ágæta bráð. Ég málaði þegar umhverfið og sumarbústaðinn, og áð- ur en litimir voru orðnir þurrir á strig- anum, bauð ég útgerðarmanninum

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.