Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Page 10

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Page 10
106 ÚTVARPSTÍÐINDI málverkið. Nýjabrum staðarins og gleð- in yfir húsakaupunum virtust enn ljóma í augum útgerðarmannsins. Þetta var hin gamla viðskiftablekking •— að grípa tækifærið á réttum tfma. Hann beit líka þegar á öngulinn eins og marhnútur. Ég sá aðeins eftir því, að ég skyldi ekki hafa haft upphæðina helmingi hærri, því ég átti enn eftir að fá hana greidda. Og nú, vegna peningavandræðanna, þrátt fyrir rigninguna og óveðrið, hafði ég farið heim til hans, til að fá mál- verkið greitt. Hann var ekki heima. Kæmi í fyrsta lagi heim klukkan hálf níu. — Klukkan var átta. — og ég hélt áfram göngu minni í rigningunni. Um klukkan níu hringdi eg aftur dyrabjjöllunni á húsi hans. — Jú, hann var kominn heim og birtist mér í eig- in persónu. — Því miður gat hann ekki verið að snúast í þessu núna. Það voru gestir hjá honum. Gæti ég ekki komið á skrifstofuna eftir svo sem tvo daga? — Jú, mikil ósköp. Ég bað hann að af- saka ónæðið sem ég hefði bakað hon- um. Ég hefði aðeins litið svona inn, af því einu, að ég hefði átt leið fram hjá húsinu, laug ég umsvifalaust og reyndi að láta á engu bera. — Agætt, sagði hann og bauð mér vindil. Svo stóð ég aftur út á götunni, næst- um gegndrepa, jafn fátækur og áður en með vindil í munninum eins og „fínn maður“. Þetta var grátklökkt og hlægilegt. — Hvaða tilgang hafði annars þetta auma Iíf? Á þessari stundu fannst mér Iífið áþekkt lélegum skrípaleik, sem misti algjörlega marks, vegna þess, að eftir allt var hann of hátíðlegur. i— Já, þetta voru erfiðir tímar, um það þýddi svo sem ekki að vera að fárast. En átti ég ekki heilar fimm krónur í vasanum?. Ég mátti skammast mín fyrir að vera að kvarta. Hafði mér ekki stundum, þegar ég var næstum því búinn að gleyma því hvemig pen- ingar litu út, fundist ég gæti notið allra lystisemda heimsins, ef ég bara ætti fáeinar krónur? Mér var hrollkallt. — Það var þægi- Ieg tilfinning að eiga peninga fyrir rjúkandi heitu kaffi, og geta sest inn í notalegan hita, í mjúkt og þægilegt sæti, hlustað á hljómlist og njóta þess að vita af óveðrinu úti. Lffið gat vissulega verið dásamlegt! Ég snakaði mér inn um hringekju- dyr aðalhótelsins í miðbænum. Ég klæddi mig úr frakkanum við fata- geymsluna og fékk stúlkunni þar renn- hjlautan frakkann og hattinn, og gekk því næst inn í snyrtiherbergið. Mér veitti sannarlega ekki af að laga mig eitthvað til. Ég var í sannleika sagt sem hundur dreginn af sundi. í snyrti- herberginu var enginn, nema umsjón- armaðurinn, er stóð við snyrtiborð, í hvítum jakka, hátíðlegur og auðsveip- ur á svip, tilbúinn að vera gestum hjálpsamur ef með þurfti. — Þetta er nú meira veðrið, sagði ég til að segja eitthvað. — Já, það er slæmt — líka fátt um gesti í kvöld, sagði umsjónarmaður- inn tómlátlega. Ég þurrkaði framan úr mér rigning- una, lagaði á mér hálsbindið fyrir framan spegilinn og greiddi hárið. — Ósjálfrátt var mér litið niður á blauta, trostnaða og útataða skóna mfna. — Þannig útlítandi gæti ég ekki sest inn í veitingastofuna. Það væri skrælingja-

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.