Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 16
112 ÚTVARPSTÍÐINDI sem frú Ástríður Eggertsdóttir flytur 22. júní næstk. og nefnir ,,Á vegum gróandans". Er hér um einskonar gróðurhvatningu til almennings að ræða, einkum hvað hirðingu garða og kirkjugarða snertir. Er full þörf á slíkri hvatningu. því mörgum mun finnast sem flestir kirkjugarðar þessa lands séu í óþarflega mikilli niðurníðslu og órækt. Sunnudaginn 24 júní flytur Ingólfur Gíslason læknir frásöguþátt, sem hann nefnir „Hjá Grími á Bessastöðum". Var Ingólfur heimagangur hjá Grími Thomsen, þegar Ingólfur var í skóla, um og eftir 1890. Fór hann til hans í öllum skólaleyfum, samkvæmt boði Gríms og taldi það ekki eftir sér að hlaupa þangað, því að ekki voru bjf- reiðaferðirnar í þá daga. — Ingólfur Iæknir hefur áður flutt frásöguþætti í útvarpinu í vetur og hafa þeir hlotið miklar vinsældir hlustenda. Vafalaust mun marga fýsa að hlusta á Ingólf segja frá þessu stórbrotna og ramma skáldi á Seltjarnarnesinu. Af upplestrum, sem ákveðnir hafa verið síðari hluta iúnímánaðar má benda á upplestur Huldu 14. júní, Kol- beins í Kollafirði og Gils Guðmunds- sonar 23. júní og upplestur Sigurðar frá Munaðarnesi 28. þ. m. Tveir einsöngvarar koma fram á tímabilinu. Annar þeirra, frú Ingibjörg Jónasdóttir, söng tvísöng síðastl vetur í útvarpið með Björgu Bjarnadóttur og þarf ekki að vekja frekari athygli á henni hér. Hinn einsöngvarinn, Einar Markan, er útvarpshlustendum líka að góðu kunnur frá fornu fari. Frú Ingi- björg syngur mánudaginn 18. júní, bæði íslenzk og erlend lög, en Einar Einar Markan söngvari syngur viku síðar, lög eftir Árna Thor- steinsson og Sigvalda Kaldalóns. Önnur hljómlistar- og söngatriði sem vakin skal athygli á er samsöngur átt- menninganna þann 20. þ. m., leikur útvarpstríósins 23. og 30. júní, leikur píanókvartett útvarpsins 22. júní, ein- leikur Fritz Weisshappek á píanó 24. júní og leikur strokkvartetts útvarps- ins 29. júní. ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA Ottó B. Arnar Klapparstlg 16 Reykjavík annast allskonar viðgerðir á útvarps- tækjum og öðrum skyldum tækjum. Fyrsta flokks vinnustofa og góðir starfs- kraftar. Sanngjarnt verð. - 20 dra reynsla - Sími 2799

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.