Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI na Tvær Vestur-íslenzkar listakonur Utvarpstíðindi bkta hér með mynd- ir af tveimur vestur-íslenzkum lista- konum, sem við höfum kynnst nokkuð í vetur í þættinum „Kveðja vestan um haf", Snjólaugu Sigurðsson og Agnesi Sigurðsson, en þær eru þannig skyld- ar að feður þeirra eru bræður og mæð- ur þeirra systur. Snjólaug SigurtSsson. Snjólaug Sigurðsson ungfrú í Winni- peg, hefur leikið á píanó í þættinum Kveðjur vestan um haf. Hún hefur leikið á píanó frá barnsaldri, hlaut ágæta tónlistamenntun í Kanada og í Konunglega tónlistaskólanum í London. Hefur oft leikið opinberlega í Kanada, en er nú kennari í tónlistafræði og pí- anóleik í Winnipeg. Agnes Sigurðsson. t Agnes Sigurðsson ungfrú, einnig frá Winnipeg. Fædd í Árborg, Manitoba, í Nýja íslandi. Sonardóttir Sig. Sigur- björnssonar frá Núpi í Skagafirði. Byrjaði að leika á píanó sex ára. Hlaut ágætt nám í Winnipeg og London. Hélt fyrstu opinberu tónleika sína í „Kirkju fyrsta (íslenzka) Lútherska safnaðar- inls" í Winnipeg, síðan komið víða fram við góðar móttökur. Kennari í í píanóleik að atvinnu. VISSI UM ENDALOK ÞEIRRA. Þegar séra Sæmundur Hólm var prest- ur að Helgafelli, hafði hann eitt sinn að rœðuteksta nauðsyn alvarlégrar iðrunar og yfirbótar. Þegar npkkuð var liðið á rœðu prests komu inn í kirkjuna dansk- ir og íslenzkir verzlunarmenn frá Stykk- ishólmi. 1 þeim svifum brýnir prestur röddina og segir: — Það segi ég ykkur satt mínir elskanlegir, að ef þér ekki gerið iðrun og yfirbót farið þér til hel- vítis eins og kaupmennirnir og þeir dönsku.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.