Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 3
ÚT V ARPSTÍÐINDI 3 koma út hálfsinánaðarlega. Argangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirrrám. — Uppsögn er bunclin við áramót. — Afgreiðsla Hyerfisgötu 4. Sími 5046. Heima- simi afgreiðslu 5441. l'óstbox 907. Útgefandi: H.f. Hhistandhm. Prentað í lsafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarinenn: Vlfhjálm- ur S. Vilhjátmsson, Brávallagötu 50, sími 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 80. Ríkisútvarpið Merkilegasta menningarstofnun þjóðarinnar ÚTVARPSTÍÐINDI birta nú úr erindi því um Ríkisútvarpið, sem Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, flutti í útvarpið nokkru fyrir jól. Út- varpstíðindi vilja láta í ljós ánægju sína yfir þessu erindi útvarpsstjóra og telur sig um leið tala fyrir munn langflestra hlustenda. Það er mjög gott þegar forystumenn mikilla opin- berra stofnana gera þannig grein fyr- ir hag þeirra og ásigkomulagi. Og erindi útvarpsstjóra var mjög greinar- gott og tæmandi um rekstur útvarps- ins og hag svo að hlustendur þekkja nú betur allan rekstur þess en áður var. — Þó að gott væri, ef fleiri forystumenn opinberra stofnana fet- uðu í fótspor útvarpsstjóra, þá er þó nauðsynlegra að gera grein fyrir út- varpinu á þennan hátt en flestra ann- ara stofnana, þar sem það er þýð- ingarmikill liður í heimilislífi allra heimila á landinu og liggur ætíð und- ir mikilli gagnrýni sem vonlegt er og eðlilegt. Útvarpsstjóri skýrði frá því að út- varpshlustendur væru nú orðnir um 26 af hundraði landsmanna, eða um 33 þúsundir. Erum við að komast í fremstu röð meðal þjóðanna um út- varpsnot og ber það vott um menn- ingu okkar og góða afkomu jafn- framt. Það má gera ráð fyrir því, að útvarp sé nú á hverju einasta heim- ili á landinu og þegar það er haft í huga, hlýtur mönnum að verða ljóst, hve brýn nauðsyn er á því, að svo vel sé vandað til alls þess, sem út- varpið flytur sem frekast er kostur. En á þetta hefur viljað bresta. Út- varpsstjóri drap á margskonar erfið- leika, sem Ríkiéútvarpið á við að stríða og þá fyrst og fremst húsnæðis- leysið. Útvarpið verður nú að vera með starfssemi sína á mörgum stöð- um, auk þess, sem á öllum þessum stöðum er þröngt um það og tekn- iskur aðbúnaður allur hinn versti. Þá eru nú og ýms tæki svo úr sér gengin, að þá og þegar má búast við því að þau bili og útvarpssendingar stöðvist af þeim sökum. Þannig er búið að einni merkustu og víðtækustu mennta- og menning- arstofnun, sem íslenzka þjóðin á, ,Menn hafa mjög haft á milli tann- anna áætlanir, sem uppi hafa verið um byggingu útvarpshúss. Útvarps- tíðindi telja alveg víst, að húsnæðis- leysið, og þeir hrakningar, sem öll starfsemi útvarpsins verður að þola þess vegna, hafi gýfurlega mikil á-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.