Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI 5 Rílcisútvarpið um áramótin íslendingar að verða fremstir meðal þjóðanna um útvarpsnot Utdráttur úr skýrslu útvarpsstjóra ÞANN 20 desémber síðastliðinn voru 17 ár liðin frá því, er dagskrá var fyrst útvarpað hér samkvæmt á- kvörðun útvarpsráðs. í tilefni af því ávarpaði Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri útvarpshlustendur 21. des. og gaf þeim yfirlit um fjárhag Ríkisút- varpsins og íramtíð þess. Voxturinn. í upphafi máls síns gaf útvarps- stjóri stutta lýsingu á vexti stofnun- arinnar. Gat hann þess, að haustið 1930, þegar fyrstu dagskrár útvarps- ins voru færðar, hefðu talizt vera 450 útvarpsnotendur í landinu. En talan hækkaði fljótt og ört fyrstu árin, og er 1935 orðin rösk 12 þúsundir. Ár- ið 1940 voru útvarpsnotendur orðnir rösklega 15 þúsund, 1943 voru þeir orðnir 26 þúsund ög.við árslok 1946 er tala útvarpsnotenda komin upp í 32 þúsund, e,n fullnaðartölur fyrir síðastliðið ár lágu ekki fyrir, þegar útvarpsstjóri flutti yíirlitserindi sitt. En þó mun mega telja, að tala út- varpsnotenda sé nú oþðin 26 af hundraði, miðað við fólkstölu í lánd- inu. Síðan styrjöldinni iitlik hafa ekki borizt yfirlitsskýrslur um útvarpsnot í Evrópulönd)jnum, en styrjöldin setti útvarpsnotin mjög úr skorðum. Út- varpsstjóri hefur þó áflað sér uþplýs- inga um nýjustu tölur í nágranna- löndunum, og eru hlutföllin þá sem hér segir: Svíþjó'Ö 2$,4 af hundraði, Dan- mörk 27,4, Island 26, England 22,9 og Noregur 16,6 af hundraði. Fy rir 10 árum var ísland orðið 6. í röð Evrópulandanna um útvarpsnot. A undan komu í þessari röð: Dan- mörk, England, Svíþjóð, Þýzkaland og Holland. Nú er Island þriðja land í röðinni í Evrópu. Þá bendir útvarpsstjóri á að Ríkis- útvarpið sé yngsta stofnun sinnar teg- undar i álfunni, og votti staðreynd- irnar um hin almennu útvarpsnot það, að þjóðin kunni áð méta menn- ingarþjónustu og öryggisþjónustu út- varpsins ,enda væri nútíma þjóð- félagsrekstur á íslandi vart hugsan- legur án útvárpsreksturs. F járhagurinn. Á fyrstu árum Ríkisútvarpsins, er ekki var fyrir hendi neinn teljandi stofn útvarpsnotenda, voru tekjur af afnotagjöldum að sjálfsögðu harla litlar. Ríkissjóður, sem reisti hina fyrstu 16 kw. sendistöð, lagði einnig frarn rekstrarfé fyrstu árin. En jafn- skjótt og útvarpinu óx fiskur um hrygg, var það ákveðið að endur-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.