Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 7
ÚTV ARPSTÍÐINDI T starísemi útvarpsins og viðtækja- verzlunarinnar nú dreifð á átta stöð- um í bænum. Samt búa allar deildir þess við hin frumstæðustu kjör. Sér- staklega taldi útvarpsstjóri, að skorti útvarpssali og vélasali, er setja dag- skrárframkvæmdum ytri umgerð, og myndi ekki á því bót ráðin, svo að gagni kæmi, fyrr en hið ráðgerða út- varpshús væri komið upp. Fyrir því var snemma hafist handa um fyrstu viðleitni til undirbúnings útvarpshúsi og tryggð byggingarlóð. Síðasta hönd verður brátt lögð á teikningar að hús- inu, en það verk er unnið af einum frægasta húsameistara Bandaríkj- anna um gerð slíkra húsa, og veru- legur hluti af væntanlegum bygging- arkostnaði er þegar fyrir hendi í sjóði. Sagði útvarpsstjóri, að stjórn út- varpsins myndi hiklaust halda fram stefnunni og krefjast þess, að mega hefjast handa um undirbúningsfram- kvæmdir á þessu ári og byggingar- framkvæmdir á árinu 1949. Dagskráin og kostnaður oið hana. Að lokum ræddi útvarpsstjóri nokkuð um dagskrána og kostnaðinn við hana. í því sambandi gat hann þess, að fé til dagskrárefnis hefði tí- faldast frá því fyrir stríð. Dagskrár- kostnaður, þar með talinn hljóðfæra- leikur, var á síðastliðnum fimm árum sem hér segir: 1942: Fjárlög 90 þús. jfeikningur 176,800 eða 86,800 umfram áætl- un. 1943: Fjárlög 265 þús. reikning- ur 311,000, eða 46,000 umfram áætlun. 1944: Fjárlög 265 þús. reikning- ur 401,300 eða 136,300 umfram áætlun. 1945: Fjárlög 350 þús. reikning- ur 492,600 eða 142,600 umfram áeetlun. 1946: Fjárlög 500 þús. reikning- ur 640,500 eða 140,500 umfram áætlun. Samtals var því á fjárlögum veitt þessi fimm ár 1,470 þús. reikn- ingur sýndi hins vegar 2,022,200, eða 552,200 umfram áætlun. Stofnunin fellur í þrjár megin- greinar, að því er rekstur og útgjöld varða, það er dagskráin, fram- kvæmdastjórn og verkleg deild. Kostnaður við undirbúning og framkvæmd dagskrár að hljóðnema nam samtals kr. 1,171,251,00 árið 1946. Kostnaður við framkvæmda- síjórn samtals kr. 751,032 og kostn- aður við verklega deild samtals kr. 568,325,00. Loks voru ýmsir gjalda póstar, sem teljast mega að verulegu eða öllu leyti sameiginlegir fyrir fram- angreindar höfuðdeildir, samtals kr. 215,413,00. Allur reksturskostnað- ur útvarpsins árið 1946 varð samtals kr. 2,593,210,00. Þó er rekstur við- gerðarstofu og viðtækjasmiðju ekki talinn með. Starf þeirrar deilda er að verulegu leyti þjónusta, og hafa þær sérstakt reikningshald. Sama máli gegnir um viðtækjaverzlunina, sem frá öndverðu hetur verið rekin undir sérstakri forstjórn. I niðurlagi ávarps síns sagði út- varpsstjóri: „Fyrir hönd yfir hundrað þúsund útyarpshlustenda í landinu, fyrir hönd þeirra annarra landsmanna, er hagnýta sér þjónustu útvarpsins, fyr- ir hönd listamanna okkar og höfunda, sem vilja njóta sín í útvarpsstarfi, —

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.