Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 8
8 ÚTV ARPSTÍÐINDI Um úfvarpssend- ingar á Esperanfo ESPERANTO er mál, sem pólski læknirinn Zamenhof skapaði í þeim tilgangi, að það yrði sameiginlegt hjálpartæki hins stríðandi mannkyns til bættrar sambúðar og aukinnar al- þýðumenningar. Rúm 60 ár eru liðin síðan hann birti almenningi mál sitt. Málið á nú ítök í flestum löndum heims, og má eflaust telja árangurinn sæmilegan, ef tekið er tillit til þess, hve mörg menningarmál, sem ekki verða tengd við fjáraflaplön einstaklinga, eigi erf- iðan róður til hins fyrirheitna lands. Það munu þó flestir sjá, hvílík hagsýni það væri, og brýn þörf fyrir smáþjóðir, að samkomulag gæti orð- ið um eitt mál, sem hvarvetna mætti nota á þessari öld hraðans. fyrir hönd starfsliðs útvarpsins og allra þeirra, sem bera hag þess og vöxt fyrir brjósti, ber ég hér fram ósk- ir til ráðamanna þjóðarinnar í fjár- hags- og gjaldeyrismálum um það, að erindum stofnunarinnar um fjár- festingu og gjaldeyrisveitingar verði vel tekið, eftir því sem efni standa til. Því verður ekki lengur skotið á frest, að treysta senditæki stöðvanna. Og stofnun, sem hefur neyðzt til þess að sundra starfsdeildum sínum í átta leigðum húsakynnum í bænum og öllum ónógum og óhentugum, getur ekki beðið öllu lengur eftir því, að mega af eigin ramleik, ráða bót á hús- næðisvandræðum sínum“.------------- Nútímatæknin hefur flutt okkur í nábýli við erlendar þjóðir, sem tala mörg ólík tungumál. Við viljum skilja þessar þjóðir, en almenningur hefur hvorki tíma né tækifæri til þess að verða fær í mörgum tungumálum. Heilbrigð skynsemi krefst þess, að eitt sameiginlegt mál verði notað. Sumir vilja gera einhverja af út- breiddustu þjóðtungunum að al- heimsmáli. Mér sýnist ástandið í al- þjóðamálum enn ekki vera orðið svo bróðurlegt, að líkur séu til þess, að aðrar stórþjóðir telji það ekki móðg- un við sig að veita einni stórþjóð slík forréttindi. Smáþjóðirnar ættu bezt að finna þörfina fyrir alþjóðamál, og þær hafa einnig tæki til að tala fyrir þeirri hugsjón. Sjálfstæð hugsjón get- ur ekki þagað, þegar um slíkt mál er að ræða, vilji hún vinna að varanleg- um friði, byggðum á hærri hugsjón- um en matarhugsjóninni einni. Við höfum góða útvarpsstöð. Með henni getum við talað til landa okkar og glætt áhuga þeirra fyrir alþjóða- máli. Stuttbylgjusföð höfum við einn- ig, sem nota mætti að einhverju leyti til landkynningar á Esperanto og kanna með því, hvort fjarlægar þjóð- ir leggðu eyru að okkur. Með því að ég held, að hugsjónin um sameiginlegt hjálparmál fyrir all- ar þjóðir hafi enn ekki verið dregin í pólitískan dilk, vona ég, að fræðslu um alþjóðamálið Esperanto af út- varpsins hálfu verði ekki talið hlut- leysisbrot. Vildi ég hér með skora á stjórn útvarpsins að láta þetta mál ekki liggja órætt lengur. Vafalaust er hægt að fá ágæta menn til þess að veita upplýsingar um viðgang Esper-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.