Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 9 Grös LjéA og stökur eftir Grétar Feils Gretar Fells er góðkunnur fyrirlesari og rithöfundur. En hann er einnig skáld gott. íms kvæði nefnist fyrsti kvæðaflokk- ur þessarar ljóðabókar. Þar er þetta ljóð: Ljúfa smáblóm, liljan bjarta, læknað geturðu marga und. Má ég leggja þig mér við hjarta? Má ég njóta þín litla stund? Sé ég inn í undraheima, unga blóm í gegnum þig, og mig fer að dreyma, dreyma — drauma veröld taktu mig! Ljúfa blóm, þíns ljóma nýt ég; löngun mín er djúp og sterk. Þér i dýpstu lotning lýt ég, lifsins mikla kraftaverk. erantos og vinna að útbreiðslu þess gegnum útvarpið. Fyrir þá, er áhuga hafa fyrir er- lendu útvarpi, set ég hér núverandi útvarpstíma þeirra stöðva, er útvarpa daglega á Esperanto (íslenzkur tími): Prag kl. 15,30—15,45 öldulengd 49.92 metrar. Prag kl! 21,00—21,15, öldulengd 49.92 metrar. París kl. 16,15—16,30, öldu- lengd 41,21 metrar. Auk þess er vikulegt útvarp frá Austurríki, Ungverjalandi, Búlgaríu, Sviss, Póllandi og Brazilíu. Kristófer Grímsson. í gamni og hálfkæringi. Þár er þetta: Frá kirkjunni kom hann móður en kátur og hress og snar. Sá héfur sálarfóður víst seðjandi fengið þar. Öllum heilsar með handabandi og hermir með bros á kinn: Ég hitti hann Sigga á Sandi og seldi' honum Blesa minn. Það borgar sig vel að bíða í bænahúsi um stund, á sálmasönginn að hlýða og seinast að falla í blund, ef gétirðu í heimskingjans hári svo hönd eftir messu fest, svikið hann svolitlu tári og selt honum gallaðan hest. Þriðji kvæðaflokkur bókarinnar nefn- ist Ástakvæði. Þar syngur skáldið svo: í nýjan ljósheim og ljóðheim leitt mig hefurðu inn, og með þér guðlegan góðheim gisti ég, engillinn minn! Og seint hygg ég þrótt mér þverra með þér um hin bröttustu fjöll, en án þín verður allt verra og veröldin snauðari öll. Ó, leiddu mig inn í ljóðheim og Ijósheim þinn opna mér, og hjálpa mér guðlegan góðheim að gista — um eilífð — með þér. Andleg kvæði nefnist fjórði flokkur- inn. — Sýnishorn þeirra kvæða er: Þín hátíð, Kristur, er haldin enn, þótt heimur í sárum flaki.. Og vér erum kallaðir kristnir menn, þótt kvíði og þjáning vaki með heiðninnar tungutaki. En að því kemur, að sál hver sér, að sorgin að fullu ei víkur

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.