Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 14
14 ÚTVARPSTÍÐINDI menn keppast við vinnu. Væri nú ekki meira líf yfir frásögninni ef á stálþræð- inum væru til allir þessir tónar athafn- anna, — hljómkviða lífsins sjálfs leikin undir ræðunni, og inn í millum, já, og jafnvel ræðan sjálf, eða frásögnin, tekin á stálþráð í sjálfum látunum. Þetta er aðeins lítil bending til hátt- virts útvarpsráðs, ef því skyldi ekki hafa dottið það í hug, að það tæki það til athugunar er ástæður leyfa, Að síðustu þetta: Mér finnst að ekki veiti af að taka til einhverra ráða til að auka fjölbreytni og meiri vöndun hvað snertir efni útvarpsins, og ekki hvað sízt, ef í ráði er að byggja yfir það stórhýsi.“ p' !■' : : ; < ORÐ GUÐS SJÁLFS Karvel Steindórsson í Bolungarvík, skrifar: „Ég hef lengi ætlað að skrifa yður, en það hefur alltaf dregist. Nú vil ég láta verða af því. Ég óska þess að þetta komi fram í „Raddir hlustenda." Vil ég þar með láta álit mitt í ljós um það sem flutt er í útvarpinu, sem er hin andlega hlið málsins eða það sem snýr að guði sjálfum, sem mér er umhugað um. Ég skal játa, að það koma oft góðir þættir þess efnis og vil ég til nefna tvo, sem ég man eftir. Annan flutti séra Óskar Þorláksson eftir Stafford Cripps, en hinn flutti séra Jóhann Hannesson kristniboði á fyrsta sunnudag í vetri. Ég vil fyrir hönd allra trúaðra þakka að slíkir menn komi fram í útvarpið, en það er bara of sjaldan. Það, sem ég á við, þegar ég tala um hina andlegu hlið málsins eða það sem snýr að guði sjálfum er sjálfsagt guðsorð. í því sam- bandi vil ég segja þetta: Mig rekur minni til, að það hafi verið lesinn upp kafli úr Biblíunni í útvarpið. Þetta vil ég að verði hiklaust tekið upp. En nú munið þér vafalaust spyrja: Hver á að lesa þetta og hvenær? Fyrri spurning- unni vil ég fljótt svara. Fáið einhvern trúaðan mann úr K. F. U. M. og skal ég þar til nefna séra Magnús Runólfsson formann þess félags eða að hann bendi á einhvern, sem vill taka þetta starf að sér. Hinni spurningunni vil ég svara á þessa leið: Látið ekkert annað efni ganga fyrir og datt mér í hug í því sam- bandi orð postulans: Framar ber að hlýða guði en mönnum. Ég óska þess að þetta verði flutt ekki sjaldnar en einu sinni í viku. Ég læt mér sama um dagana. Ég býzt þó við að allir óski þess að orðið frá guði sjálfum verði flutt að kvöldi dags. Þetta gæti vakið æsk- una til umhugsunar um guð og hans orð, því það er líf, andi og sannleikur. Æski- legt væri, að það hljómaði í útvarpið og næði til þeirra, sem aldrei lesa það sjálf- ir, bæði til sjávar og sveita. Það orð er óhagganlegt og óbreytanlegt þrátt fyrir tilraunir vantrúarinnar að rýra það.“ SVAR TIL B. B. í DÖLUM Jón Jak skrifar: „Einhver B. B. í Döl- um skrifar í „Raddir hlustenda," 13. tbl. þ. á. Honum finnst það æði mikil ósvifni af mér, að ég skuli dyrfast að finna að málrómi Helga Hjörvars. Nú hef ég sezt niður, farið að ráðum hans, og hugsað málið betur. En það breytir ekki því ,sem ég ritaði í „Raddir hlust- enda,“ 12. tbl. \ji'ðfel(din, þjálan eða skemmtilegan málróm hefur hann ekki og það eru ýmsir á mínu máli um það. En hinsvegar er vitað, að ekki nema lít- ill hluti þeirra, serh ekki eru allskostar ánægðir með eitt og annað í sambandi við útvarpið koma fram með álit sitt og skoðanir hér í „Röddunum." En til þess ég bæti nú ögn um það, sem ég hef áður ritað, skal þess getið að Helgi Hjörvar hefur skýran málróm, fram- setning góð og oft hefur hann ýmis- legt gott að segja. Því mætti og bæta við, að hann er mjög vinsæll maður og ágætur starfsmaður við útvarpið og væri því skaði ef hann hyrfi frá því einhverra orsaka vegna. En hitt væri að mínu áliti skaðalítið þótt hann kæmi sjaldnar en verið hefur að hljóðneman- um. Sama mætti segja um ýmsa þá, sem á öllum tímum tala í útvarpið, en að fengnir væru nýir starfskraftar annað slagið, og þeir látnir hverfa frá, sem hafa ómögulegan málróm.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.