Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 15
ÚT V ARPSTÍÐINDI r 13 Leíðrétting Ég vildi nota tækifsérið og sénda leið- réttingu við það, sem ég ritaði í 12. tbl. í „Raddir hlustenda." Fyrir mistök eða fljótfærni benti ég þar á að Einar Ól. Sveinsson væri einn er mér líkaði ekki við. Málrómur hans væri þunglamaleg- ur, jafnvel feimnislegur o. s. frv. Ég áti þar við Andrés Björnsson. Enda kemur hann miklu oftar fram í útvarp- inu en Einar ÓI. Sveinsson, svo það kemur ekki eins að sök með hann. Þótt mér líki ekki allskostar málrómur hans þá er hann þó skárri en Anrdés Björns- son. Bið ég viðkomandi að virða þetta á betri veg. Útvarpssögurnar Annars finnst mér val útvarpssagn- anna oftast misheppnað og sömuleiðis þeirra er fytja þær, leikritin flest léleg stundum frámunalega vitlaus. Nóg um það. Truflamr enn Ekki ber á því enn sem komið er að hinir háttvirtu ráðendur Ríkisútvarps- ins hafi hafist handa með neinar þær framkyæmdir, sem orðið gætu til úr- bóta á því óþolandi ófremdarástandi, hvað viðkemur truflunum í útvarpinu hér á Akureyri, sem þó tæplega er hugs- anlegt að séu meiri neinstaðar á byggðu bóli hér á landi. Ekki vantaði það þó síðan að mikið stóð til fyrir rúmlega 2 árum síðan, eða um það bil að árgjöldin voru hækkuð úr 60 í 100 kr. Þá átti innan skamms aö rísa hér upp útvarps- höll og í því skyni sigldi útvarpsstjóri og verkfræðingur til Ameríku til að kynna sér fyrirkomulag slíkra stór- bygginga og fá teikningu af henni o. s. frv. Síöan hefur, mér vitanlega, ekkert verið minnst á þessa höll og ekki heldur hafist handa með að byggja hér endurvarpsstöð á Norðurlandi eða neitt það er oröið gæti til úrbóta í þessum málum. Vorum við útvarpshlustendur hér búnir að gjöra okkur háar vonir í því sambandi og það myndi fyrir- byggja hinar óþolandi truflanir, sem við höfum orðið að búa við í langan tíma, ef hafist væri handa um það að koma þessu í framkvæmd. En ekki bólar á því. Sannast hér áþreifanlega málshátt- urinn gamli: „Fjöllin tóku jóðsótt, en fæddist lítil mús.“ Ékki einu sinni að músin sé fædd ennþá. Að endingu skal þess aðeins getið, að truflanir hér á Ak- ureyri eru með þeim ódæmum að slíkt vgrður alls ekki þolað Öllu lengur. Og ráðendur útvarpsins skulu ekki ímynda séi', að kaupstaður sem telur um 7000 manns með 800—1000 stærri og minni útvarpstæki gjöri ekki sínár ráðstaf- anir til að knýja það í gegn að úr þessu verði að einhverju leyti bætt hið bráð- asta. Til að árétta þetta beini ég því ti) ráðenda útvarpsins, að þeir settu sig niður eina kvöldstund og hugleiddu það hvernig þeim mundi sjálfum líka það t. d. ef þeir keyptu sig inn á fjölbreytta skemmtun fyrir hátt gjald. Svo væri allt í einu farið að hamast inni í salnum með hrossabresti og allskonar hringlur. blása í blístrur stöku sinnum og önnur slík tæki sett í gang. Þetta gengi svo með rykkjum, hækkandi. og laékkandi állan tímann meðan skemmturiin stæði yfir. Það er mjög hliðstætt þessu, sem við hlustendur útvarps hér á Akureyri höf- um orðið að búa við í lengri tíma og út- koman verður sú, að það er oft'og yf.ir lengri tíma í einu, að það er langt fyrir neðan það að af því sé hálft gagn og þó nokkrum sinnum orðið að skrúfa fyrir jafnvel heil kvöld. Nóg um.það að sinni. í yon um að einhyer ráð verði fundin og að eitthvað verði úr þessu bætt bráðlega enda ég svo þessar línur.“ ÚTVARPSSAGAN OG ÚTVARPSSÖGULEYSIÐ Jónas Iíaldursson skrifar: „Einn er sá liður útvarpsskrárinnar, sem ávalt hef- ur verið réglulegt eftiríætisbarn hlust- enda, það er útvarpssagan, Hún hefur frá upphafi fengið ,,hljóð“ hjá '„sögu- þjóðinni" og ber margt til. Spgur eru nú einu sinni vinsælasta grein bók- menntanna, og æði oft hafa útvarps-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.