Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 16
16 ÚTVARPSTÍÐINDI sögurnar verði vel valdar og flutningur þeirra góöur. Það eru hin beztu skilyrði fyrir vel valda úvarpssögu að halda stórum og öruggum hlustendahópi og jafnframt hvílir mikil skilda á útvarp- inu að uppfylla sem bezt réttlátar kröf- ur þeirra mörgu áheyrenda. Þó að mik- ið komi út af bókum á landinu og þá ekki sízt sögubókum fara þó margar af þéim framhjá þorra þeirra er á út- varp hlýða eða fullnægja ^nganveginn longún þeirra til þess að hlusta á vel sagðá og efnismikla sögu. AðstæÖurnar eru m. a. þær, að mjög margir gefa sér ekki tíma til bókalestrar, hlusta heldur á útvarpið í frístundum sínum, ef þeir þá ekki vinna eitthvað samhliða því sem og algengt er. Auk þess er ekki nema lítill hluti þeirra sögubóka, sem völ er á, það sem kalla má bókmenntir og þar af leiðandi þunnar góðgerðir fyr- ir þá, sem hungrar og þyrstir eftir list- rænum frásögnum um manndáðir og mikil örlög. Útvarpssagan er því fyrir margra hluta sakir einhver þýðingar- mesti þáttur vetrardagskrárinnar og er þar af leiðandi mikið undir því komið að val hennar takist vel. Þegar hægist um frá haustönnum og vetur gengur í garð, þá er úvarpssagan það, yngri sem eldri hlakka til að fá inn í stofuna til sín í vetrarkyrrðina. Hún gefur sérstakt tækifæri til þess að njóta með öðrum eínis og túlkunar, sem annars er ekki völ á. En hvernig á þá útvarpssagan að vera? Hún þarf að vera efnismikið, er- lent skáldrit. Með því móti fullnægir hún flestum bezt. Þar er af miklum auði að taka, sem fyrir stóran hluta al- mennings er þó bergrunnið gull. M. a. eru þeir margir, sem ekkert lesa erlent mál eða mönnum gefast hvorki tæki- færi né aðstaða til þess að afla sér er- lendra öndvegisrita. Með slíku vali er því útvarpssagan nýr gluggi t úí veröldina jafnframt því spegill hins innra lífs og tilfinninga margar verið og vil ég t. d. nefna Katr- ínu, Kristínu Lafránsdóttur, Glas lækni og Stygge Krumpen. En nú bregður svo við að komiö er fram í desember, bezti útvarpstíminn, myrkustu vetrar- vikurnar líða hvér.af- annari, án þess að útvarpið uppfylli þá meginskyldu a ðflytja hlustendum sínum stóra sögu, magnaða brimgný og báli. Þess 1 stað er skammdegisállinn stiklaður á smá- þáttum einum og þeim sumum alkunn- um eins og Smalaskór Hjörvars. Mín rödd mun ekki ein um það að kalla þetta dagskrársvik hjá útvarpi Reykjavíkur.“ ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA Oitó B. Arnar Klapparstíg 16 Reykjavlk annast allskonar viðgerðir á útvarps. tjekjum og öðrum skyldum tækjum Fyrsta flokks vinnustofa og góðir starfs- kraftar. Sanngjarnt verð. — 20 ára reynsla — Sími 2799 Ávalli glœsilegt úrval af öllum tegujidum skófatiidöar. LÁRUS G. Skóverzlun

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.