Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 12.01.1948, Blaðsíða 18
18 ÚTV ARPSTÍÐINDI RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS I TILKYNNING Rafmagiiséftirlit ríkisins viíl hér nieð vekja atliygli rafvirkja og almennings á 56. grein a og b-lið í reglugerð um raforkuvirki frá 14. júní 1933. Þar segir svo: 56. gr. a) Þar sem einangrunargallar og aðrar bilanir, sem gera málmhluta og hlífar búnaðar, tækja eða lampa spennuhafa, geta haft í för með sér liætlu fyrir menn og skepnur, er koma við þessa hluti, skiilu þeir lilutir allir vera vandlega grunntengdir eða aðrar full- gildar varúðarráðstafanir gerðar. b) Hættu af raforkuvirkjum, sbr. a-lið, getur vérið um að ræða t. d. á rökum stöðum, utauhúss o. s. frv. og hvarvetna þar sem virkin eru svo nærri vatns- og gaspípum eða öðrum grunntengdum muniun, að hæglega er unnt að koina við virkin og liina grunn- tengdu muni samtímis. Þvottavélar og önnur rafknúin heimilistæki ber að grunntengja á tryggan hátt samkvæmt þessum ákvæðum reglugerðarinnar. Ef engin rofi er á þvottavélum og ef frágangur aðtaugar er góður, þá er grunntengingin talin trygg, ef hreyfdsliús er grunntengt, en liafi rofi verið leyfður á þvottavélinni, þá skal grunntengja bæði hreyfilhús og j umgjörð þvottavélar. Allar éldri þvottavélar, sem ekki eru grunntengda.r, er rétt að taka úr nptkun, þar til gengið hefur verjð frá grunntengingu þeirra. Rafmagnsveitum ber, hverri í sínu umdæmi, að fylgjast með þ\í eftir því sem kostur er, að þvottavélar séu grunntengdar. Rafmagns- veiturhár fra'mkvæma skoðun á þvottavélum og frágangi þeirra, ef eigendur vélanria óska þess. Rafmagnseftirlii ríkisins, 12. ilcsember 1947. STEFÁN BJARNASON.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.