Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 24
48 ÚTVARPSTÍÐINDI TÍMABÆR FYRIRRSPURN UM ALÞÝÐUSKÁLDIN. Af tilefni ljóðspurninga J. P. í síðasta hefti um alþýðuskáldin hefur Josep S. Húnfjörð sent eftirfarandi svar: J. P- illa fór nú flatt fyrir rökum Vætta og þær segja „Ekki satt“ að þau séu að hætta. Glæstar dísir goða-kyns gleði sína missa. Ung í veldi ódáins Iðunn stendur hissa. Enn er Þura góð og gild, gegn á Braga-tengdir. Svífur að eins meyjan mild minni vega-lengdir. Ekki heldur er það satt, að ’ann Hjálmar sofi. —■ Vísur kveður, vakir glatt, vinurinn frá Hofi. Ýmsra skálda andleg glóð endist vel og lengi. — Gísli yrkir lífræn ljóð lögð á hlýja strengi- Lipur skáldin Ijós við föng leika sér í náðum. Fyrirspurn í þagnar-þröng þau munu svara bráðum. Rísi málsins regin-mögn rims í felldum skorðum. Þar fer skáld er sagna sögn segir í fáum orðum. Hér í Ingólfs heimavist haldast fornir siðir. — Þjálfa málsins þungu list, þúsund ljóða-smiðir. Margan sagna dreymdi draum, draum til endur-hrifa. Skáldaþings viö glens og glaum, gaman er að lifa. TÆKIFÆIUSSTÖKUR. Þá sendir Húnfjörð eftirfarandi tæki- færisstökur: Böls ef rótið magnar mögn meitlum grjót frá spori- Lífs á nótur sagna sögn, syngjum móti vori. Heimalands við himinshvel hlutir glansa í ljósum, þar til stansa hlýt við Hel, hlæ og dansa á rósum. Finnst mér jafnan frelsið bezt. Fæstir dafna í höftum. Því að hafna, er þreytir mest, það er að safna kröftum. Út að minni endastöð auðnu finn eg sanna. Ástarkynnum raða í röð, rósum minninganna. — Og hafi Jósep Húnfjörð þökk fyrir þessar vísur. SÉRSTÆÐ BÆN. Flestar bænir eru þannig, að engan greinarmun gerir hvort karl eða kona biður. Erl askáldkona hefur þó búið til bæn, sem karlmenn eru útilokaðir frá að biðja. Hún er þannig: Vertu góði Guð mér hjá, ger mig fljóða prýði. Hreina í ljóði huga og þrá, holla í þjóðar stríði. STATISTIK. Því hefur lengi verið haldið fram, að konan lifi yfirleitt lengur en maðurinn. Sumir vilja þó draga þetta í efa og segja, að það eina, sem hægt sé að fullyrða í þessu efni sé það, að ekkjan lifi lengur en mað- urinn.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.