Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 57 Nýr fréttaþulur l^afynar JJ. ^Jrnaóon leikari og söngvari SÍÐAN UM síðustu mánaðamót hafa hlustendur heyrt nýja rödd í útvarpinu, nýjan fréttaþul, sem les hádegisfréttirnar og aðalfréttir kvöldsins. Þessi nýji þulur heitir Ragnar T. Árnason og er birt myrid &f honum á forsíðu þessa heftis. Ragnar T. Árnason er fæddur 13. marz 1917 og því tæpra 31 árs að aldri. Hann er sonur Árna Bene- diktssonar fyrrverandi kaupmanns í Reyk j avík, nú í V.esturheimi og Kristrúnar Benediktsson, en Tómas Hallgrímsson bankamaður, sem út- varþshlustendum mörgum er að góðu kunnur fyrir leik sinn, er bróðir hennar. Ragnar er kvæntur Vigdísi Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn, fjögurra ára dreng og þriggja mán- aða telpu. Ragnar hefur aðallega stundað verzlunarstörf. Meðal ann- ars ferðast víða um land, sem sölu- maður og á stríðsárunum stundaði hann kaupmennsku í Reykjavík. Hann hefur ferðast allmikið, meðal annars dvalið vestan hafs, í Eng- landi og á Norðurlöndum. Hann hef- ur lengi haft áhuga fyrir leiklist og leikið nokkrum sinnum með Leikfé- lagi Reykjavíkui’, en auk þess hefur hann og leikið í útvarp. Nú syngur hann annan bassa í útvarpskórnum. Utvarpstíðindi komu að máli við Ragnar fyrir fáum dögum og sagði hann meðal annars. „Ég tók að mér þularstarfið fyrir áeggjan, en með hálfum huga. Mér var og er það ljóst, að það er ákaf- lega vandasamt starf að vera þulur. Þó að maður þykist jafnvel hafa sæmilega rödd og sæmilegan fram- burð, er alls ekki með því sagt, að röddin hæfi útvarpi, og vel má vera, að röddin fari illa í eyrum þeirra þúsunda, sem á mann hlusta. Auk þess er ekki nema eðlilegt, að maður sé kanske eitthvað taugaveiklaður að minnsta kosti til að byrja með, hafi „mikrófónfeber", eins og stundum er sagt, en hann hafa margir. Og ef hlustendur hafa ekki þolinmæði méð manni meðan maður er að yfirvinna þennen sjúkdóm, þá kembir maður áreiðanlega ekki hærurnar í starf- inu. — í fáum orðum sagt. Ég lofa því að gera eins vel og ég get fram- ast. En ég verð að biðja hlustendur mína að reyna að hafa þolinmæði nokkra stund enn“. Og Útvarpstíðindi eru viss um, að hlustendur vilja sýna þessum nýja fréttaþul okkar þolinmæði, og það því fremur, sem hann hefur, í fyrsta lagi, að því er virðist ágæta útvarps- rödd, og í öðru lagi, mjög góðan framburð, svo góðan, að maður miss- ir ekki hljóð eins einasta stafs í máli hans. Hins vegar vii'ðist það eina sérkenni vera á framburði hans, sem varla er þó hægt að telja mikinn

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.