Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 10
58 ÚTVARPSTÍÐINDI PASSÍUSÁLMARNIR. Það leið ekki á löngu frá því að tilkynnt hafði verið í útvarpinu, að Passíusálmarn- ir yrðu að þessu sinni lesnir á mor^nanna en ekki kvöldin eins og verið hefur undan- farin ár, þangað til Útvarpstíðindum fóru að þerast bréf, þar sem höfundarnir létu í l.iós megna óánægju sína með þetta uppá- tæki. Enn hafa engar raddir borizt, sem láta í ljós ánægju sína með þessa ráðstöf- un, enda þegja oftast hinir ánægðu, en hinir óánægðu risa upp til handa og fóta. Hins vegar eru bréf hinna óánægðu svo lík að ekki tekur því að birta nema tvö þeirra, og væntum við þess, að hlustendur láti sér það nægja. — Jón Árnason, Reykjavík skrifar: „Mér hefur ætíð fundist á umliðnum árum, sem það væri ein helgasta stund útvarpsins, þegar Passí.usálmarnir hafa verið lésnir á föstunni. Hafa nær allt af valist ágætir menn til að lesa þá og ég fullyrði, að á galla, að hann hespar nokkuð af síð- ustu orð hverrar setningar. En það mun honum reynast létt að laga með æfingunni. Við höfum reynslu fyrir okkur í því, að þulir, sem hafa mætt allharðri gagnrýni í upphafi, hafa náð mikilli hylli á skömmum tíma. Og nægir í því sambandi að minna á fyrstu göngu Jóns Múla. Margir gagnrýndu hann í fyrstu. Nú eru allar þær radd- ir þagnaðar. Við óskum Ragnari T. Árnasyni til hamingju með hið nýja starf hans. fjölda mörgum heimilum hefur allur ys þagnað meðan á lestrinum hefur staðið. Hjá mörgum erfiðismanni hefur þessi lestur verið það síðasta, sem hann heyrði, áður en hann sofnaði, og það hefur verið gott að sofna eftir þann lestur. Passíusálmarniv liafa einhvern veginn gefið manni fvið, langþráðan frið, eftir önn effiðra daga og vonir hafa vaknað og erfiðleikarnir hafa minkað við orð Hallgríms. Já, maður hefur jafnvel gengið léttari til starfa morguninn eftir. —- Nú á að taka þetta af okkur evfiðismönnunum. Allir förum við til vinnu okkav löngu áður en eflendar fréttir hefj- ast í útvarpinu og við getum ekki frestað því með nokkru móti að fara til vinnu okk- ar. Mér þykir þetta súrt í broti, að. ég fullyrði, að svo er um marga menn og konur. Ég get heldur ekki skilið, hvað það er, sem veldur þessari breytingu. Ekki tek- ur lesturinn styttri tíma á morgnana en á kvöldin. Mér þætti vænt um, ef Útvarps- tíðindi gevðu það sem í þeirra valdi stend- ur, til þess að fá þessu breytt. En ef ekki er hægt að fá þessu breytt héðan af að þessu sinni, þá finnst mér, að útvarpsráð geti ekki gert minna en að skýva þetta 'fyrir hlustendum. Þeir eiga kröfu á því“. Þá skrifar Ellsabet Sigurinirdóttir: „Nú er búið að gera Passíusálmana að horn- reku í Ríkisútvarpinu. Hvers vegna er þetta gert? Hvev ræður þessu? Fyrir hverja er þetta gert? — Það er bezt að ég svari sjálf strax síðustu spurningunni. Það er bókstaflega ekki hægt að sjá, að þetta sé gert fyrir aðra en þá, sem ekki vilja hlusta á Passíusálmana. Þeir eiga þá að veva rétt- hærri en við öll hin, sem viljum fyrir alla muni láta halda í heiðri þeim ágæta sið, sem var tekinn upp í Ríkjsútvarpinu fyrir nokkrum árum, að lesa Passíusálmana á kvöldin á föstunni. Halda ráðamenn út- vavpsráðs, að nú geti þeir vegið að trúuðu fólki í landinu? Halda þeir, að það fólk, sem finnur svölun í Passíusálmunum og guðs orði sé orðið svo aðþrengt fyrir of- sóknir spilts aldavanda, að það láti b.jóða sér slíkt og þetta? Ég segi nei. Eg full- vissa útvarpsforkólfa um það, að þetta er alveg röng skoðun hjá þeim. Ríkisútvarpið hefur haft mjög mikla þýðingu fyrir fjölda

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.