Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 12
60 ÚTVARPSTÍÐINDI um líkt efni upp á síðkastið. — „Mér hef- ur alltaf þótt gott að hlusta á Axel Thor- steinsson, enda er hann einn af elztu starfs- mönnum útvarpsins. Erindi hans hafa ætíð verið vel flutt, fróðleg og laus við óþarfa mælgi, en auk þess er nú eins og maður venjist mönnum og þeir verði hálfgerðir heimilisvinir, þegar þeir tala svona við mann ár eftir ár. — En mig langar að spyrja: „Hvað er að Axel?“ Lestur hans á morgunfréttum er næsta óhæfur. Hann virðist ekki hafa vald á fréttunum, hvernig svo sem á því stendur, hann stamar á þeim og höktir svo að varla er hægt að bjóða upp á slíkt, er alveg furðulegt að vanur útvarpsmaður skuli bjóða okkur upp á svona lagað. Á þessu ber alls ekki þegar hann flytur erindi. Það er iíkast því, sem hann sé lafmóður af göngu þegar hann kemur í útvarpið á morgnana og það er alveg útilokað annað en að hann hafi bara lausa punkta til að fara eftir þegar hann Ics fréttirnar á morgnanna, en að hafa bara lausa punkta við lestur frétta í út- varp tel ég alveg ófært“. OP SEINT. Annar hlustandi kvarlar og undan því hvað það komi oft fyrir að morgunfréttir geti ekki hafizt á réttum tíma og minnist hann og á mistök í fiutningi Axels Thor- steinsonar. SKÓLAÚTVARPIÐ. Frá Ármanni Halldórssyni skólastjóra Miðbæjarskólans hefur Útvarpstíðindum borizt eftirfarandi: „Herra ritstjóri! í Útvarpstíðindum jan. 1948 II. bls. 36 segir svo: „Ýmsum mun hafa þótt dálítið skrítin leikfimi Miðbæjar- skólans. Þar voru börnin iátin leika lög- reglu- og útilegumenn og- leikurinn hafður í stríðsformi o. s. frv. Þessi „skrítna leik- fimi Miðbæjarskólans" átti að hafa heyrzt í skóiaútvarpi. Nú er sá galli á gjöf Njarð- ar, að alls en</v, hefur verið útvarpað frá ieikfimiskennslu á vegum Miðbæjarskóians á þessum vetri, og er mér ekki kunnugt um, að það hafi nokkru sinni verið gert. Bið ég yður að birta þessa athugasemd í blaði yðar. 6. febr. 1948 Ármann Halldórssorí'. Skólastjórinn er beðinn afsökunar á ranghermum, sem ekki er enn upplýst hvort er að kenna misminni ritstjórans eða mis- mælum þula. En svona leikfimi var út- varpað frá einum barnaskólanum. Það mun hafa verið frá Austurbæjarskólanum. Útvarpið til útlanda Framhald af bls. 52 véstan hafs. Jón Helgason er orð- inn hlustendum að góðu kunnur fyr- ir erindin um daginn og veginn. Á síðastliðnu ári dvaldi Jón meðal Vestur-Islendinga um alllangt skeiö, en þar var hann til að viða að efni í bók um þá, og grafa upp sagnir, sem enn lifa meðal þeirra um frum- býlisárin. Jón mun nú segja frá þessum löndum okkar, lífi þeirra og stríði og þarf ekki að efa, að þar verður mikinn fróðleik að finna. Undanfarin tvö ár hefur mikið verið rætt um það í dagblöðunum í Reykjavík, að rétt væri að breyta matmálstímanum um hádegið, þann- ig að fella hann alveg niður, en hætta því fyrr á kvöldin. Menn deila allmikið um þetta og sýnist sitt hverjum. Þykir ýmsum sem of stutt sé frá því ,að vinna hefst, t. d. í skrifstofum og verksmiðjum, þar til matmálstíminn er. Nu er í ráði, að eitt kvöldið fari fram umræður í útvarpssal um þetta efni. Þetta er nýjung, sem má vænta sér góðs af. Að vísu er formið nokkuð vanda- samt, en vel má þátturinn, þrátt fyrir það, takast vel, ef undirbúning- urinn er góður.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.