Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI 65 ,,Hún kynni að geta gefið okkur þá skýringu, sem við þörfnumst." „Nei, ég heyrði aldrei nafn henn- ar.“ ,,Jæja,“ sagði leynilögreglumaður- inn. „Við skulum fara að gera eitt- hvað. Ég hef ýmsum öðrum hnöppum að hneppa í dag.“ Hann varð allt í einu hvatlegur, settist við skrifborðið og dró út þá skúffu, sem fyrst varð fyrir honum. Hún var kúffull af blöðum. Hann lét greipar sópa um þau, hlóð þeim upp á borðinu og tók að fara í gegnum þau. Þetta voru aðal- lega reikningar — geysiháir reikn- ingar, svo að augun ætluðu út úr höfðinu á húsverðinum, og leynilög- reglumaðurinn blístraði lágt. Reikn- ingar yfir vín, mat, blóm, bifreiðar- geymslu, silkihatt, jasshljómsveit. Reikningar með athugasemdunimi: „Gjörið svo vel að greiða,“ og „Kom- ið yfir gjalddaga." Bréf: „Athygli yðar skal virðingai’fyllst vakin ...“ Og önnur bréf eigi sem virðingar- fyllst. „Þetta hefir verið meiri óráðsíu- belgurinn,“ varð leynilögreglumann- inum að orði. Eyddi eins og pening- ar drypu af hverju strái — en hefir ekki greitt einn eyri í hálft ár.“ „Ég man, þegar hann kom,“ skaut húsvörðurinn inn í fljótmæltur og íbygginn. „Ég man vel eftir þeim degi. Ég sýndi honum þrjár íbúðir, þessa hérna og tvær ódýrari. Hann tók þessa, og daginn eftir kom hann með heimilisprýðanda, og brátt fóru þessir munir að koma hver af öðr- um. Allt þessir munir, spánýir, hver og einn einasti.“ „Þú veizt ekki, hvaðan hann bar að?“ spurði leynilögreglumaðurinn. „Nei.“ „Hið eina, sem grafast þarf fyrir um, er, hverjum á að tilkynna dauðs- fallið. Það þarf engan Sherlock Holmes til þess að gizka á, hvers vegna hann fann upp á þessu.“ Leynilögreglumaðurinn sló í reikn- ingana með feitum fingrunum. „Ef öllum stendur þá ekki á sama,“ bætti hann við. Hann tíndi saman reikningana, tróð þeim aftur niður í skúffuna og. rykkti út þeirri næstu fyrir neðan. Þar var ávísanahefti, sparisjóðs- bók, bunki af leikskrám, hamar, minjagripir frá næturklúbb, askja með ágreyptum bréfsefnum og bók, nefnd „Kurteisi.“ Undir þessu öllu, innst í skúffunni, voru blaðaúrklipp- ur og símskeyti, fest saman með teygjusnúru. Símskeytið var svo- hljóðandi: Georg Kemble c/o BifreiöaverkstæÖi Warrens Green Falls, Indiana. Er mikil ánægja aö tilkynna yöur, a'ö 20 þús. dollara verölaunum fyr- ir beztu uppástungu um nafn á nýja golfknettinum okkar hafa veriö veitt yöur, fyrir hugmynd yöar „Lindy“ Stopp Fulltrúi oklc- ar er á leið til yöar meö ávísunina og árnaðaróskir frá olckur Stop Sendiö hiö bráöasta Ijósmynd af yöur og wpplýsingar til birtingar i blööunum. HINAR SAMEI-NUÐU SPORTVÖRUVERKSMIÐJUR T. M. Somers, forseti. Dagsetning skeytisins var einnig ársgömul. „Maður minn lifandi!“ sagði leyni-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.