Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 75 koma út hálfsmánaðarlega. Argangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramót. — Afgreiðsla Hverfisgötu 4. Sími 5046. Heima- simi afgreiðslu 5441. Póstbox 907. Úlgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentað i tsafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson, Brávaliagötu 50, simi 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. ^rróótecj erin ai í IJTV4RPSTÍOIIMDUIVI ÝMSIR KAUPENDUR Útvarps- tíðinda hafa við og við skopað á rit- stjórana að reyna að fá úrvalserindi, sem flutt eru í útvarpið, til birtingar í rltinu. Oft er erfitt að fá þessi erindi og þá fyrst og fremst vegna þess, að höfundarnir hafa fyrjrrfam ráðstafað þeim. Nokkrum sinnum Itefur þetta þó tekist og má í því sambandi minnast hins ágæta er- indis Snorra Sigfússonar námsstjóra um útvarpið og skólana. — Nú hafa Útvarpstíðindi tryggt sér hin ágætu erindi Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings um jarðfræðisögu Is- lands. Alls eru þetta fjögur erindi og munu þau að öllu fbrfallalausu birtast í Útvarpstíðindum og kemur hið fyrsta í næsta hefti. Þessi erindi fjalla einnig um efpi, sem er ákaf- lega hugstætt alþýðu. Er og fram- setning Guðmundar mjög skýr og skilmerkileg og reynist þó erfitt oft og tíðum, að tala um slík efni á al- þýðlegain hátt. Ritstjórnin væntir þess, að lesendum þyki fengur í að eignast þessi erindi og önnur slík. En Útvarpstíðindi hafa í hyggju að reyna að fá sem flest slík erindi upp frá þessu. Það getur að sjálf- sögðu verið álitamál hvaða erindi skuli leggja á aðaláherslu að fá,- en það verður að velta á dómgreind og smekk ritstjórnarinnar, þó að les- endur geti sjálfir sent ritstjórninni línu um erindi, sem þeir óska sér- staklega eftir að fá í ritinu. Dagskráin fyrir næstu tvær vikur birtist nú. Eins og lesendur sjá eru nokkrar nýjungar í dagskránni. Sú stærsta er bændavikan, sem á að vera frá 7.—14. marz. Á þessari viku verða flutt þrjú erindi í venjulegum dagskrártíma um efni, sem snertá mjög landbúnaðinn og lífsbaráttu bændastéttarinnar og flytja þau Bjarni Ásgeirsson landbúnaðan'áð- herra, Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugavatni og Haldór Pálsson ráðunautur. Þá verður og bænda- kvöldvaka. Á henni tala Ragnar Ás- geirsson ráðunautur, Þorbjörn Björnsson bóndi og dr. Þorkell Jó- hannesson. Broddi Jóhannesson flytur annað erindi sitt af tveimur um óvild, en það mun ekki verða flutt fyrr en Guðmundur Kjartansson hefur lokið sínum erindum. Broddi nýtur ákaf- lega mikilla vinsælda í útvarpinu, ekki aðeins fyrir ágætan flutning og mjög sæmilega framsetningu heldur fyrst og fremst fyrir það, að hann

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.