Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 5
ÚTV ARPSTÍÐINDI 77 Orka útvarpsstöðvanna: Þrjár fyrirspurnir TIL VERKFRÆÐINGS ÚTVARPSINS OG ÚTVARPSSTJÓRA tJTVARPSTÍÐINDI birta hér á eftir þrjár fyrirspurnir, sem í raun og veru eru fyrst og fremst stílaðar til verkfræðings útvarpsins, þó að sumir fyrirspyrjendurnir nefni og útvarpsstjóra. Allar eru þessar fyrir- spurnir þann veg vaxnar, að nauð- synlegt er að svara þeim. títvarps- tíðindi hafa ekki haft tækifæri til að sýna þær verkfræðing útvarpsins áður en þær birtust. En nú fær hann þær í hendur og má því gera ráð fyrir, að svör við þeim birtist í næsta blaði. Fyrsta fyrirspurn: Hvað er orkan mikil? Þorsteinn Magnússon, Höfn í Borgarfirði eystra, sendir eftirfar- andi: „Með hve mikilli orku sendir Reykjavíkurstöðin? Ég spyr að þessu sökum þess, að ég veit ekki betur en stöðin hafi allmikla orku. En nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að hér um slóðir eiga menn — þrátt fyrir sterk og góð viðtæki — í mikl- um erfiðleikum með að notfæra sér útvarpsefni frá Reykjavík. En sam- tímis og Reykjavík heyrðist aðeins mjög veikt, eða þá með slíkum brest- um og gauragangi, að alla ætlar að sera, heyrðist ágætlega og án trufl- ana frá fjölda erlendra stöðva, margra þeirra í órafjarlægð. Þetta gefur tilefni til ýmissa spurninga: Sendir Reykjavík ekki með fullri orku ? Eða, það sem þó er verra: Eru útsendingar ekki tæknilega 1. flokks? Ekki skil ég heldur þá erfiðleika, sem oft eru á því að notfæra sér end- urvarpið um Eiðastöðina, sem segja má, að sé við bæjardyr okkar Aust- firðinga. En það þarf sterkar taugar og hraust höfuð til þess að þola alla þá bresti og allan þann brimgný, sem árlega er helt inn um hlustir oklcar um endurvarpsstöðina á Eiðum. Ég vænti þess, að þér herra verk- fræðingur, veitið góð og greið svöi- við þessum spurningum mínum, jafn- vel þótt yður sem fagmanni kunni að þykja fávíslega spurt. Ég tek það fram, að þær eru ekki fram bornar af hofmóði eða meinfýsni í neins garð. En ég skil ekki þann mikla mun, sem virðist oft vera á því að notfæra sér útvarp frá Reykjavík og t. d. frá mörgum erlendum útvarps- stöðvum.“ önnur fyrirspurn: Hálf oi’ka á morgnana? Kunnur maður, sem er búsettur í sveit á Norðui’landi, en dyelur hér í Reykjavík 1 vetur hefur skrifað Út- varpstíðindum eftirfarandi bréf: „Undanfarin ár hef ég lagt mikla áherzlu á að fylgjast með öllum frétt-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.