Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 8
80 ÍJTVARPSTlÐINDI með ýlfri og veini. Hálfgerður hroll- ur fór um mig. Gjáin þarna gapandi framundan og hundurinn spangól- andi eins og vitlaus væri á barmin- um. Ég var á góðri leið með að hætta við að fara með fólkið yfir, en krækja í þess stað nokkra tugi eða hundruð metra upp fyrir gjána eða niður fyrir. Loksins gat ég þó hrint frá mér bábiljunum, og tók nú að selflytja fólkið yfir. En eftir því sem fólkinu fækkaði á gjáarbarmin- um, veinaði hundurinn ámátlegar og sárar. Og ennþá hvarflaði það að mér, að bezt væri víst að fara með allri gát, svo ekkert slys kæmi nú fyrir. Loksins voru vein hundsins orðin það sársaukakennd, að ekki fékk ég lengur staðizt mátið, heldur fór til hans, ákveðinn í því að ganga úr skugga um, hvort verið gæti, að vesl- ings skepnan hefði orðið fyrir ein- hverju áfalli, brotið á sér löþpina eða eitthvað þvílíkt. Ef þið hafið nokkurn tíma horft í augun á særð- um hundi, þá þekkið' þið svipinn. Hvernig hann getur lagt hausinn út í aðra hliðina og lygnt aftur augun- um, biðjandi en þó fullum trúnaðar- trausts. Ég tók um aðra framlöppina til þess að reyna að ganga úr skugga um, livort hún væri heil eða ekki. Og þá sá ég hörmulega sjón, sjón, sem endurtók sig, er ég skoðaði hinar lappirnar, hverja fýrir sig. — Gang- þófar hans voru alsettir djúpum rispum, eitt flakandi sár, á öllum löppum, bæði fram og aftur. — Nú skildi ég, hvernig í öllu lá. Hann hafði lagzt á magann, af þeirri ein- földu ástæðu, að hann gat ekki leng- Ur stigið í lappirnar. Hvílík kvöl hlaut það að hafa ver- ið blessaðri skepnunni, að ganga síð- ustu metrana. Nú voru góð ráð dýr. seint og síðarmeir. Slíkt væri mann- skemmandi illvirki, sem engum dytti í hug að láta um sig spyrjast. Til greina gat komið, að reyna að vefja tuskum utan um lappirnar og binda fyrir ofan, utan um legginn. Til- raunin var gerð, en bar aðeins þann árangur, að hundurinn krafsaði þær samstundis af sér og ætlaði auk þess vitlaus að verða þau fáu augnablik, sem þær héngu á. Það var því aðeins ein leið til opin, og hún var sú, að kasta rakka á bak sér og tölta með hann upp að hraunrennslinu, og sennilega nokkuð af leiðinni heim aftur. Gekk allt slysalaust, nema hvað vinur minn, hundurinn, sem ég vissi ekki einu sinni hvað hét, þótt okkur virtist hann gegna tveimur nöfnum jafnt: Kolur og Snati, gjörði hvað eftir annað tilraunir til þess að slíta sig lausan úr taki mínu fyrst í stað. Auk þess, sem hann kraísaði til mín allóþyrmilega með hægri afturlöpp- inni. En bráðlega hætti hann öllum stimpingum og lá hinn rólegasti á maganum yfir háls mér og herðar, þannig, að ég hélt um hægri fram- löpp hans með vinstri hendi, en með þeirri hægri um afturlöpp hans. Vinstri löppunum steig hann á litla baktösku, sem ég bar. Loks var svo komið, að mér var óhætt að hrista hann til eins og ég vildi, er mér fannst ég mega til með að flytja byrði mína úr stað, láta hana hvíla meira á þessari öxlinni heldur en hinni. Hann hreyfði ekki lappirnar hið minnsta, þótt ég væri alltaf að flytja hann fram og aftur á hryggn- um á mér, heldur lá grafkyrr og

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.