Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 9
Otvarpstíðindi 81 gróf trínið á sér niður með hálsinum á mér eða þrýsti því upp að vanga mér. Hann tók að rigna. — Þéttur úð- inn lagðist upp að manni eins og þykk flík. Þó fannst mér ég ekki verða svo mikið var við regnið. — Ég fann notalegan ylinn af honum vini mínum yfir herðarnar. Ekki þurfti ég að kvíða því, að verða gegn blautur þar, þótt oftast verði ein- mitt sá hluti líkamans einna verst úti í rigningu. En brátt tók ég eftir því, að hann vinur minn fór að skjálfa, fyrst lítið og veiklulega, en meira og stöðugra eftir því sem regnið færðist í aukana. Og nú verð ég að g.iöra þá játningu, að í fyrsta skipti vanrækti ég viljandi það sam- ferðafólk mitt, sem ætlazt var eflaust til að ég aðstoðaði fyrst og fremst eftir getu og mætti. Því þegar í stað er ég fann, hvernig líkami veslings skepnunnar skalf. og nötraði á bak- inu á mér, þá tók ég á rás og flýtti mér, allt hvað ég mátti, í áttina til hraunsins og hitans, en bað ágætan mann, sem með var í förinni, að að- stoða samferðafólkið eftir mætti. Þegar að eldunum kom, breiddum við kápu undir hundinn, og létum hann leggjast eins nálægt þeim og hann þoldi. Og fljótlega var honum farið að líða vel og blundaði hann bráðlega. En þegar samferðafólkið kom upp- eftir, þá hvessti nú heldur. Sagðist það aldrei á ævinni hafa vitað því- líkan fararstjóra, sem blátt áfram hlypi frá fólkinu, sem hann ætti að' aðstoða. Þarna stóð ég eins og illa gerður hlutur og fann mæta vel, að ég hafði ekki staðið í stöðu minni. Ég reyndi ekki svo mikið sem að stynja því upp, að þetta væri líka í fyrsta skipti á ævi minni, sem ég hefði skjálfandi, særðan rakka á herðunum, enda býst ég varla við, að mér hefði gagnað það hið minnsta. En þrátt fyrir allt, þá fann ég ekki til samvizkubits. Ég leit bara í átt- ina til hans vinar míns, sem svaf framan við Hekluglæðurnar, og hafði gleymt þrautum sínum þá stundina. — Og mér fannst endilega, að van- ræksla mín hlyti að vera mér fyrir- gefin. — En brátt leið að heimförinni. — Hafði ég athugað staðháttu meðan staðið var við uppi við hraunrennsl- ið, og komizt að þeirri niðurstöðu, að bezt mujidi vera, að nota sér af nokk- uð breiðu belti, þar sem ekkert nýtt hraup hafði runnið yfii', en sgm yar þakið vikurösku og því mjúkt fyrii- fótinn. Var þá ekki yfir annað nýtt hraun að fara en eina brekku niður að þessu belti og mjóa hrauntanga, um það bil tífalt mjórri en þá hraun- breiðu, sem farið var yfir á upp- leiðinni. Þegar þeirri tungu sleppti, vissi ég, að fyrir okkur myndi verða gamalt, gróið hraun og öskubreiður. Enda var um að gera, að reyna að komast hjá því að klöngrast nýja hraunið, eins og frekast væri hægt, þar sem degi var nú tekið að halla. og þegar farið að dimma. Auk þess var loftið þungbúið, og við yrðum því brátt hulin niðamyrkri og þar af leiðandi stói’kostlega hættulegt að leggja út í margra tíma göngu um nýtt hraun. Aðeins eitt vasaljós var með í förinni. Bað ég kunningja minn, sem með var, fyrir ljósið og það, að vera fremstan í flokki, sjálfur ætlaði ég mér að fara síðastur, með hundinn

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.