Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 11
ÚTVARPSTÍÐINDI 83 fram til hinna fyrstu, og öfugt, þá neyddist ég til, sökum mishæðarinn- ar, að fara oft nokkuð á undan hin- um með ljósið, til þess að athuga, hvar fært væri yfir að fai*a, en láta þá bíða á meðan. Ekki vék hundurinn fótmál frá að hann kæmist heim einhvern tíma mér, og elti hann mig ekki síður, þegar ég fór hinar áminnztu könnun- arferðir. Þetta var algjört óþarfa erfiði fyrir aumingja skepnuna, en þar sem ekki var hægt að fá hann með orðunum einum, til þess að í- lengjast hjá samferðafólkinu, þar til ég kæmi aftur, þá bað ég einn úr hópnum, að halda hundinum á með- an ég athugaði, hvað framundan væri. Greip hann því hundinn og hélt honum kyrrum, en ég fór út í myrkrið. Ekki hafði ég farið meira en 2—3 metra, þegar hundurinn rák upp slíkt angistarvein, að hrollkennd- úr titringur læddist niður með hryggnum á mér og streymdi út í hverja taug. Ég er sannfærður um, að því veini gleymi ég aldrei. Þegar hundurinn sá, að ég kom aftur, hljóp hann svo hastarlega upp um mig, að nærri lét, að ég hrykki um koll. Eftir þetta sætti hann sig við það að bíða mín, án þess að hon- um væri haldið. Ferðalagið yfir hrauntunguna gekk stórslysalaust, þó varð ekki hjá því komizt, að nokkrir fengju skrámur, en engin meiðsli urðu þó, svo telj- andi væru á mönnum. — Enginn kveinkaði sér, ekki einu sinni hinn mállausi vinur minn, sem hlaut þó svei mér að finna til hraunnálanna inn í blóðrisa kvikuna. Þegar út úr hrauninu kom, tók hundurinn á nýjan leik að hoppa og skoppa í kringum mig, þjóta upp um mig og láta öllum gleðilátum, ef- laust til þess að lýsa ánægju sinni yfir því, að við værum öll komin heil á húfi út úr ógöngunum, því fram- undan var öskubreiða, lungamjúk, að ganga, en síðan tók við gamalt, mosavaxið hraun, einnig ágætt fyrir fótinn, og héldum við því sem hvat- legast við komumst, og stefndum á Næfurholt. Er við höfðum gengið nokkra hríð, var þess ákaft óskað, að áð væri. Fólk fengi tækifæri til að hvíla sín lúnu bein. Einhverjum var litið upp eftir hlíðum Rauðaldna, og kom sá hinn sami þá auga á ljós þar uppi, auðsjáanlega frá vasaljósi, sem fólk var að lýsa sér með þar efra. Brátt. urðu ljósin þrjú, og stefndu þau óð- fluga niður hlíðina og beint á hraun- breiðuna nýju, sem við höfðum sneytt hjá. Kom okkur saman um það, að erfiðlega myndi fólki þessu ganga, ef ókunnugt væri, að komast yfir hraunbreiðuna, og að áskorun nokkurra samferðamanna og með samþykki allra, þá var það ráð tekið, að dvelja þarna um kyrrt, meðan ég færi á móti fólki þessu og leiðbeindi því fram með hrauninu, svo það gæti síðan slegizt með í förina með okk- ur. — Strax og numið var staðar, hafði hundurinn lagzt fram á lappir sínar og sofnað. Hann varð þess því ekki var, þegar ég hélt af stað. Hitti ég síðan ferðafólkið og slóst það með í förina fram með hrauninu í áttina til samferðafólks míns. Þeg- ar við höfðum gengið nokkuð, þá heyrði ég einhvern hrópa í fjarska. Kallaði ég á móti, til þess að láta, vita, að við værum að nálgast. Ekki leið á löngu frá því að ég kallaði og

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.