Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 12
84 ÚTVARPSTtÐINDI þar til eitthvað kom þjótandi í loft- köstum út úr myrkrinu. Var þarna hundurinn kominn, og urðu miklir fagnaðarfundir með okkur. Bar nú ekkert til tíðinda það sem eftir var leiðarinnar yfir Pæluna og niður í hinn svokallaða ,,Kór“, en þaðan er greinilegur vegur alla leið- ina heim að Næfurholti, vegur, sem „jeppar“, er þarna hafa farið um í allt sumar, hafa gjört. Þar skildust leiðir. Fékk ég fyrr- nefndum kunningja mínum vasa- ljósið og bað hann að sjá um, að sam ferðafólkið kæmist heilu og höldnu heim að Næfurholti. Ég hafði aftur á móti í hyggju, að fylgja því við- bótarfólki, sem í förina hafði slegizt, yfir hæðirnar norð-vestur af „Kórn- um“, því einhvers staðar þar fyrir neðan hafði það skliið eftir bíl sinn. Þá var það og ætlun mín, að leita að kápu, sem ein samferðakonan hafði skilið eftir einhvers staðar á þeim slóðum á uppleiðinni, í trausti þess, að við færum sömu leið til baka. Hélt nú hópurinn, sem heldur var fáskipaður orðinn, yfir snarbrattar hlíðarnar upp úr „Kórnum“, milli Stritlu og Langafells, og skildi ég við þau, er yfir var komið, þegar ég hafði vísað þeim í áttina þangað, sem mér fannst að þau hlytu að hafa skilið bílinn eftir. Hélt ég síðan, einn míns liðs, í norðurátt, í leit að kápunni. Ekki er það þó rétt, að ég hafi verið einn míns liðs. Við hlið- ina á mér trítlaði hundurinn. Annað kastið tók hann undir sig stökk, flaðraði upp um mig og virtist hinn ánægðasti með lífið og tilveruna. Þegar ég klappaði honum, eða ætl- aði að strjúka honum, þá opnaði hann kjaftinn og beit skoltunum mjúklega utan um hönd mína. Þetta voru nú þau atlot, sem honum voru eiginleg, og ekki efaðist ég um það, að engu síður væru þau sönn og heið- arleg í öllum sínum einfaldleik, en atlot mannanna barna. Þegar ég hafði gengið lengi nokk- uð, að mér fannst, þá gaf ég upp alla von um að finna kápuna. Þá var ég og farinn að finna allóþægilega til þreytu og þorsta. I hvert skipti, sem ég rak tærnar í steina, þá fann ég til einhvers stirðleika um allan líkam- ann, og ég var orðinn eitthvað svo einkennilega tómur í höfðinu. En verstur var þó þorstinn. Ég var meira að segja farinn að heyra lækj- arnið fyrir eyrum mér, þó ég vissi það upp á mína tíu fingur, að eng- inn lækur var þarna í nágrenninu. Þegar ég kom því að grasbala ein- um, þá lagðist ég niður, til þess að leyfa þreytunni að líða ögn úr líkam- anum. Nú væri svei mér ekki ónýtt að fá-sér hænublund. Gott væri, að geta legið þarna lengi og látið sér líða vel. Aftur á móti yrði ég að gæta þess, að sofna ekki, því næðingssamt var orðið, og það gæti haft hinar verstu afleiðingar fyrir mig að verða kalt eftir allan gönguhitann. Hvað svo sem því leið, þá var þetta dásam- leg tilfinning, að mega liggja svona hreyfingarlaus. En hvað var eiginlega að hund- inum? Hann var á sífelldu vakki þarna í kringum mig. Rak trýnið niður að mér hvað eftir annað, eins og hann væri að þefa af mér eða að hlusta éftir einhverju. Hélt hann, að ég væri nú sofnaður, eða þá kannske dauður? Það væri ekki svo vitlaust, að þykjast sofa og vita, hvað hann tæki til bragðs. Ég er ekki frá því,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.