Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 16
88 ÚTVARPSTÍÐINDI Sander Adólfs, Hartvig Kristófer og fleiri? Eru þeir úr móð? Um þetta skal svo hætt að rabba að sinni. Ég vil, þó segja megi, að nú sé nokkuð seint að þakka fyrir það, sem okkur var vel gert til í útvarpinu í fyrra vetur, fara yfir nokkur atriði frá þeim tíma, og telja upp það helzta, sem mér fannst sérstaklega hugþekkt, þó að sjálfsögðu verði ekki nefnd nema nokkur atriði af mjög mörgum, sem þó væru fyliilega þess makleg að bornar væru fram þakkir fyrir. Ég minnist erindis doktors Siguröar Þórarinssonar, er hann nefndi: „Erum við fslendingar mesta bókaþjóð heimsins", prýðilegasta erindi, sem hans var von og vísa. Og þyrftu fleiri að gagn- rýna það gengdarlausa bókaauglýsinga- fargan, uppfult með blekkingum, sem nú virðast vera að verða hefð í landi voru, þar sem vísvitandi og kinnroðalaust er borið á borð fyrir þjóðina skrumþvættingur, til þess eins að lokka hrekklaust, en bók- hneigt fólk víðsvcgar um land til að kaupa, og sem í fáfræði sinni tekur skrum- ið trúanlegt. En hver verður vissan að lestri loknum? Glataður peningur, minna og verra en ekkert í staðinn, samanborið við bókina „Saklaus léttúð“, og fl. og fl. Ég minnist frásöguþáttar Bárðar Jakobs- sonar lögfræðing, er hann nefndi: „Gengið á Gunnólfsfell“, prýðilegt að efni og mál- fari. Ég minnist frásöguþátta Árna Óla blaðamanns, er hann nefndi: „Ofdyrfsku- ferð.“ Frásaga þessi var sem fleiri ,er þessi maður flytur, skemmtileg og rituð af skilningi þess manns ,sem lítur á liðna og yfirstandandi baráttutíma þjóðar vorr- ar með velvild, en ekki með svipmóti tísk- unnar. Ég minnist erindis Péturs G. Guð- mundssonar um Nýfundnaland. Þar var gerður athyglisverður samanburður á ey- löndunum tveimur, íslandi og Nýfundna- landí. Ég minnist þegar útvarpað var 50 ára leikstarfsafmælis Leikfélags Reykja- víkur, þar sem þeir komu fi’am í viðtali Vilhjálmur Þ. Gíslason og Brynjólfur Jó- hannesson. Það var verulega fróðlegt og ánægjulegt fyrir hlustendur, og varpaði skýru ljósi yfir margt í þessu efni, sem þeim var áður óþekkt, en sem gladdi skiln- ing almennings, og væri þarft að fleiri viðtalsþættir um margvíslegt efni væru birtir i útvarpi. Ég minnist margra prýði- legra stunda frá kvöldvökunum, svo sem eftirfarandi: Þegar Þórarinn Þórarinsson ritstjóri ræddi um sögueyjuna Gotland á Eystrasalti. I það sama sinn las Hallgrímur Jónasson kennari upp stökur og gerði grein fyrir tildrögum þeirra, prýðilega skemmti- legur og þjóðlegur þáttur. Einnig það sama kvöld kvað rímur Sigvaldi Indriða- son frá Skarði, og tel ég hann þann bezta kvæðamann, sem ég minnist að hafi komið fram í þeim lið. Einnig minnist ég kvöld- vökunnar, þegar Sigurður Bjarnason frá Vigur flutti erindi um þingsetningu í Bretlandi, mjög glöggt erindi. Sama kvöld var lesinn þáttur um Brand Ogmundsson á Ulfljótsvatni; það erindi er óneitanlega lærdómsríkt og lýsir vel hinum margvíslegu og sorglegu tilviljunum lífsins, hvað lífið getur brosað við efnilcgum æskumanni, en í sömu svipan lagt á hann ólæknandi sjúk- dóm og allar f ramtíðarvonir bregðast. Þannig erindi, byggð á staðreynd lífsins, geta ekki farið fram hjá hlustendum at- hyglislaust. Ég minnist erindis frú Aðal- bjargar Sigurðardóttur, Um daginn og veg- inn. Ég hygg, að á því geti lítill efi leikið, að efni þessa þáttar hafi verið eitthvert það bezta, sem lengi hefur heyrst í út- varpinu. Þeir eru ekki mikið þroskaðir þeir íslenzkir þegnar, sem láta slíkt erindi fara fram hjá sér, sem marklaust hjal, því hver er þjóðarmetnaður Islendinga, ef svona hugsuð erindi, hrífa ekki til vakn- ingar. Þökk sé frú Aðalbjörgu. Ég minnist erinda Bernharðs Stefánssonar alþingis- manns, um „Bernskustöðvar Jónasar Hall- grímssonar og um systur skáldsins á Steins- stöðum“. Ánægjulegt er til þess að vita, að slíkar minningar skuli vera varðveittar frá gleymsku og glötun. Ég minnist erinda- þátta Oscars Clausens rithöfundar. Þeir eru mjög glöggir og skemmtilegir og fróð- legt efni, og bera þeir glöggt vitni, að höfundur ber hlýhug og virðingu fyrir öllu, sem þjóð okkar snertir. Ég minnist úr barnatímunum, þar sem kvenskátar Reykjavíkur skemmtu og tel ég óefað þetta bezta barnatíma vetrarins. Um leik- ritin skal það eitt sagt, frá mínu áliti, að ég tel bezt fara í útvarpi stutt leikrit og skopleg, jafnvel mjög vitlaus. Leikritin eru

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.