Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 17
Otvarpstíðindi 89 til þess að skemmta fólki og þegar aðeins er hægt að hlusta, þá notast bezt létt og stutt leikrit, og skal hér nefnt eitt hlið- stætt, svo sem leikritið „Þegar Lási trú- lofast“. Ég minnist erindaflokks doktors Brodda Jóhannessonar, um „Hræðslu.“ Þetta erindi er sem öll önnur, sem miða að því að skýra torskilda hluti fyrir hlust- endum, þau eru sjálfsögð og mjög góð. Þó vil ég síðast, en ekki síst minnast þátt- arins um „Prostaveturinn mikla 1880—’81“ eftir Jón Jónsson bónda á Másstöðum. Slík erindi eru holl íslenzkum bændum vorra tíma ekki sízt, og til viðvörunar. Þá vil ég að síðustu drepa á nokkur atriði úr dagskrá þessa vetrar, sem nú er að líða, og sem ég minnist frekar í huga, svo sem erindi Árna Óla ritstjóra um „Hungurvist í Bjarnarey við Vopnafjörð,“ og skal það enn tekið fram, að þættir hans eru með því bezta, sem flutt er. Þó minnist ég erindaflokks dr. Áskels Löve, um þróun lífs á jörðu. Þökk sé honum fyrir slíkt ei'indi, í þeim felst sennilegri skýring til aljiýðu manna um þróunarsögu lífs á jörðu hér en sú fræðsla er kirkjan boðar, að allt slíkt hafi gerzt á einni viku, saman- Ber kenningu Gamla testamentisins. Erindi Guðmundar Þorlákssonar magisters um ierðir hans í Grænlandi, eru mjög skemmti- leg, vonandi fáum við fleira að heyra af svipuðu tagi. Þess skal getið hér, að mikill Þykir mér munur á síðan doktor Björn Sigfússon hætti að flytja þáttinn spurn- ingar og svör um íslenzkt mál. Skal ekki lagður neinn dómur á hæfni þessa manss, sem nú flytur þáttinn, en flutningurinn er miög óskýr og slæmt að hafa af þættinum nolckur not. Annars er þáttur þessi að sjálfsögðu mjög þarfur og ómissandi dag- skrárliður. Út af bréfi því, sem Ilelgi Hjörvar las upp í útvarpi þann 3. des. s-1., skal að síðustu þetta sagt: Pleiri þyrftu að béra fram þær óskir að þeim.’væri kennt að notfæra sér réttilega að hlusta á útvarp sitt en þessi kona, og hefði ég viljað bera Ifam þá tillögu, en hún er sniðin við sjón- armið og ástæðui' sveitamannsins, sem nauman tíma hefur til að liggja við út- varpið, og fer efalaust margs á mis, sem fólk í þéttbýlinu getur veitt sér, tillaga þessi er sú, að útvarpstíminn sé styttur að verulegu leyti, þannig, að um vetrar- tímann sé aldrei útvarpað neinu nema veð- urfregnum fyrr en um klukkan 6 síðdegis og sé þá höfð samfelld dagskrá til klukkan 10 að kvöldi. Á þessu yrði að sjálfsögðu undantekningar, þegar sérstaklega þætti standa á. Sunnudagsmessur að sjálfsögðu á venjulegum tíma. Því ég spyr? Hvað þýð- ir fyrir eigendur viðtækja þessi langi út- varpstími, ef þeir hafa í heildinni hvorki kringumstæður, og sumir jafnvel ekki vilja til að nota sér dagskrárefnið, en svo verður jafnvel niðurstaðan, að þegar sá hluti þjóð- arinnar, sem útvarpið ætti að sjálfsögðu mest að vera sniðið fyrir, svo sem fólkið í dreifbýlinu, fær frið frá önnum dagsins, ti) að nota sér efnisflutning í útvarpinu, þá reynist hún kannske mest plötur og skrækir, sem enginn vill heyra, en allt bezta efnið liðið hjá. Er þá ekki eins gott að gera dagskrárliðina að nokkru leyti að samanþjöppuðu efni, þannig eins og að áðan var sagt, og láta þá sem flesta hafa eitthvað fyrir sinn smekk. Á áður greinclan hátt, sparaðist að minnsta kosti hin sífellda upptaka á ýmsum tilkynningum um það, sem koma á í dagskránni, sem sífellt á sér stað. Að endingu vil ég geta nokkurra manna, sem ég óska að sem oftast lesi upp í útvarpið, sökum sinnar góðu raddar og beztrar hæfni. Þeir eru að sjálfsögðu Pétur Pétursson þulur, Þorsteinn Ö. Steffensen, Vilhjálmur Þá Gíslason, Árni Óla ritstjóri, Gils Guðmundsson, doktor Broddi Jóhann- esson og HelgiHjörvar og af leikurm lands- ins vil ég lang helzt að Brynjólfur Jóhann- esson lesi upp, skopsögur. Hann er sá fyndn- asti leikari að mínum dómi, sem komið hef- ur fram í þáttinn „Smásaga vikunnar“. Leikarinn Lárus Pálsson les ekki vel að því leyti, að hann hefur bæði hása rödd og les svo lágt, að vandræði er að fylgjast með, sérstaklega ef samband er ekki upp á það bezta. Margt fleira vildi ég gjarnan segja, en þetta skal látið nægja að sinni. SKÓLAÚTVARPIÐ. Þórður Jón Pálsson sendir Útvai'pstíð- indum þetta skrítna bréf. Þáð er birt á hans kostnað: „Að gefnu tilefni óskast eft- irfarandi birt í „Útvarpstíðindum“. Þar sem þáttur úr skólalífi í íþróttaskóla Jóns

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.