Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 24
96 ÚTVARPSTÍÐINDI >>iv^ i fí r»., f • ., . £rnW%jMmmm+ ‘ HaaflafiauOaa PÁLL Á HJÁLMSSTÖÐUM 75 ÁRA. Páll á Hjálmsstöðum er einn kunnasti hagyrðinpur Suðurlands. Hann átti nýlega 75 ’ ára afmæli. Við það tækifæri kvað Hjálmar á Hofi, sem er einnig snjall hag- yrðingur. Ljóða fálan lék við Pál létt og hál í bragði, þvi var bál í þinni sál þegar ála lagði. Há þó elli hærugrá hælum skelli sínum, bregður kellu aö berjast á Braga-velli þínum. FERÐAVÍSUR. Árbók Ferðafélags íslands er nýkomin út. Hefur Þorsteinn Dalasýslumaður samíð hana og ritar um Dalasýslu. Er þetta hið prýðilegasta rit, eins og Þorsteins var von og vísa. — Við höfum stundum birt vísur eftir Hallgrím Jónasson kennara, í Sindri, en hann er oft leiðsögumaður hjá Ferða- félaginu. Aftan við bók Þorsteins eru birtar pokkrar vísur Hallgríms frá síðasta sumri og tökum við okkur það bessaleyfi að stela þeim. Austur n Möðrudalsöræfum var þessi staka gerð, með útsýn til Herðubreiðar. Gulli roðið geislatraf glóir á skikkju þinni. Fastast er eg fanginn af fjalladrotningunni. Á Grænavatni í Mývatnssveit kom staka þessi í hugann einn morgun. Kæra sveitin kosta fríð, hvergi finnst þinn líki. Fjallaauðnin óravíð er mitt himnaríki. Við Hvítárvatn. Sóluvarma vermdur sjár vatnahvarmi rennir. Jökularmur himinhár hlíðarbarminn spennii'. i Eyjafirði eitt ágústkvöld. Ekur hljótt um hvolfin víð, hvíldar dróttum valin. Kemur rótt og kyrrðablíð kæra nótt í dalinn. Morguninn eftir. Eyðir glýja augum frá, ennþá hlýjufagur, næturskýja skörum á skín hinn nýi dagur. Til sessunautár á langri leið í bifreið. Undanvik og óljós svör ögra hiki mínu, þegar blika um brá og vör bi'os í kviki þínu. Til ferðafélaga, sem sat á milli tveggja kvenna. Alit með felldu er hjá þér, ef að kveldaar bráðum. Milli elda ertu hér, ofurseldur báðum. Kveðjuorð til ferðafélaga. 1 Munið stund við strönd og fföíl, — stóð af sundi friður. — Blómagrundin glóði öll, geislar hrundu niður. Fossaljóð úr klettakví kveðju góða sendir. Geymi blóði ykkar í ættarslóðar kendir.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.