Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 00 koma út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramót. — Afgreiðsla Hverfisgötu 4. Simi 5046. Heima- simi afgreiðslu 5441. l’óstbox 907. Úlgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentað i Isafoldarprentsmiöju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjdlmsson, Brávallagötu 50, sími 4903, og Þorstcinn Jósepsson, Grettisgötu 86. Erindasafn Útvarpstíðinda Kvöldvaka blaðamanna í ÞESSU HEFTI er gerð nokkur breyting á efnisflutningi Útvarps- tíðinda. Er hér upphaf á erindasafni blaðsins og hefst það með hinum ágætu og stórfróðlegu erindum Guð- mundar Kjartanssonar jarðfræðings um þróunarsögu íslands. — íslend- ingar hafa löngum haft mikinn áhuga fyrir náttúru- og jarðfræði, eins og yfirleitt öllum fróðleik og efpmst við því ekki um, að minnsta kosti þessi erindi, verði hinum mörgu lesendum Tíðindanna kærkomin. Alls eru erindi Guðmundar Kjartansson- ar fjögur og birtast þau í næstu heftum. í ráði er, að Útvarpstíðindi fái til birtingar þau beztu erindi, Sem flutt eru í útvarpið og fáanleg eru. Fer og eftir því, hvað ritstjórar ritsins telja mestan feng að fá til birtingar, en það þarf ekki að vera óskeikull dómur og væri gott, ef hlustendur létu ritstjórnina vita um óskir sínar viðvíkjandi einstökum erindum, sem þeir vildu fá í ritinu. Auk þess verður og að ráðast um hvaða erindi hægt er að fá, því að stundum hafa höfundar ætlað erind- um sínum annað og þá eiga Útvarps- tíðindi ekki kost á að fá þau. En það sjónarmið verður látið mestu ráða um valið, að erindin séu fróð- leg um sögu lands eða þjóðar, eða merk .mál, sem uppi eru. Með erindasafni Útvarpstíðinda er að nokkru breytt um stefnu um út- gáfu blaðsins. Reynslan hefur sýnt, að þess er ekki nokkur kostur, eins og allt er í pottinn búið að gera efnisflutningi útvarpsins nein góð skil fyrirfram, þannig • að ritið sé komið með slíkt efni til kaupendanna áður en dagskráin hefst. Hins vegar verður haldið áfram að reyna það eins og frekast er hægt. Það er og vitað, að menn tapa oft af ágætum erindum, sem þeir hefðu gjarna vilj- að hlusta á, og með þessu vilja Út- varpstíðindi bæta úr því eins og þeim er unt. Þá mun þetta og verða til þess að í Útvarpstíðindum eign- ast menn smátt og smátt rit með geysimiklum og haldgóðum fróðleik um margvísleg efni frá hendi hinna færustu manna. Eins og undanfarin ár hefur verið ákveðið, að þeir, sem gerast nú kaup- endur að Útvarpstíðindum fá síðasta árgang frían og hefur öllum þeim, sem gerst hafa kaupendur síðan 1. desember síðastliðinn, verið sendur árgangurinn 1947, en þeir gi’eiða við móttöku aðeins fyrir yfirstand-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.