Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 10
106 ÚTV ARPSTÍÐINDI fram skammt undan landi. Mörg' þeirra liggja þvert fyrir mynni voga eða fjarða, svo að þar verða ión með' lítt söltu eða fersku vatni, sem grynnist fljótt eða fyllist af árfram- burðinum. JÖkulár bera fram miklu meiri; sand og leir en bergvatnsár. Ef viðl lítum á íslandskort, sjáum við fljót- lega, glöggan mun á ströndunni þar sem stórar jökulár renna til sjávar, og þar sem einungis bergvatnsár renna til sjávar. Firðirnir, sem jök- ulár renna í, enda í þverstýfðum eða aðeins bogadregnum botni. Þeir eru yfirleitt stuttir, en stórt flatt undir- iendi upp af botni þeirra. Til dæmis: Skagafjörður, Skjálfandi, Öxarfjörð- ur og Héraðsflói. Allir þessir firðir hafa einhvern tíma endað í mjóum botni. En jökulárnar hafa fyllt upp innri hluta þeirra með framburði sínum. Flatlendið upp af núverandi fjarðarbotnum er óshólmar ánna. Á suðurströnd landsins eru nú alls eng- ir. firðir milli Hornafjarðar og Reykjanesskaga. Þeir hafa allir fyllzt upp af óseyrum hinna fjölmörgu og stóru jökulvatna, sem þarna renna til sjávar með stuttu millibili. Á söndunum austur í Skaftafellssýslu hefur ströndin á löngum köflum færzt út, svo að tugum og hundruð- um metra skiptir á löngum köflum í minnum manna, sem nú lifa. En samt er þarna aðdjúpt fyrir opnu hafi og mikill sjávargangur og stríð- ir straumar vestur með landi. Og inni í landi hækka sandar jökulvatn- anna, kaffæra klappir, sem til mjög skamms tíma stóðu upp úr, og leggj- ast æ innar og hærra í gilkjöftum við rætur fjallanna. Flestar ár hér á landi grafa sig nú niður mestan hluta leiðar sinnar frá upptökum til ósa. En aúk þeirra óseyra, sem þegar er- getið og enn eru að myndast, má víða sjá þess rherki meðfram flestöllum ám, að þær hafa einhver.ju sinni um skeið hlaðið undir sig. Svo getur t. d. stað- ið á því, að áin hefur fyrrum mynd- að lygnu eða lón ofan við þröskuld úr föstu bergi, en síðar grafið þrösk- uldinn í sundur og i'aést lygnuna fram.í Þá sker áih sig auðveldlega niður í eyrarnar, sem hún hafði áð- ur hlaðið upp í lygnunni, og þar verður nú bakki bennar melbrekka upp á flatan melh.jalla. sem markar hið forna yfirborð lygnunnar. Forn- ar áreyrar, sem nú liggja mun hærra en árnar sem hlóðu þær upp, er venja að kalla mela, Þeir hafa víða lagt til efni í roksand og mold. En á undirlendi Islands eru víða breiðir og flatir melhjallar, sem má rekja í vissri hæð þvert yfir heil hér- uð, og ekki er hægt að kenna nein- um þröskuldi eða stíflu. Þeir eru leif- ar af fornum óseyrum, frá þeim tíma er sjávarborð stóð hærra en nú. En um það verður nánar rætt síðar. Ýmsár fleiri tegundir lausra jarð- laga, én þær sem nú hefur verið getið, eru enn að myndast hér á landi. Hér skal áðeins minnzt á það lausagrjót, sem frost sprengir úr rökum klöppum, og urðir og skriður, sem hrynja úr fjallahlíðum. Af hinum yngstu myndúnum, sem mest kveður að, er nú eftir að geta um eina. Það er f/osberrjiö: hraun og f/osmöl. Ég nota hér aðeins orðið hraun í þrengstu merkingu þess, þ. e. aðeins um brunahraun með ómáðu yfirborði, enda leggur allur þorri

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.