Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 11
Otvarpstíðtndi 107 landsmanna þessa merkingu í orðið, þó að í sumum landshlutum merki það fleira. Myndun hraunanna er öllum ljós í aðalatriðum. Þau hafa runnið fram líkt og flóð undan halla og storknað að steini. — Gosmölina líalla menn ýms'um nöfnum eftir gerð: hraunkúlur, gjall, vikur og ösku. Þessi efni þeytast upp í eld- gosum og rignir aftur niður yfir landið. Hraunkúlur og gjall fellur niður hálfstorkið á eldstöðvunum ná- Isegt gosopinu, vikurinn berst lengra burt með vindi, og askan getur bor- izt óravegu með loftstraumum, t. d. frá íslandi til annarra landa. Aska °g vikur falla niður harðstorkin. I gosmöl getur ennfremur verið mikið af molum úr gömlu bergi, sem hin ofnin rífa með sér á leið upp úr jarðskorpunni. Víða hafa komið upp eldgos á íslandi síðan það byggðist, en þó aðeins á takmörkuðum svæð- uni, t. d. aldrei á Austurlandi aust- an Breiðamerkurjökuls, Kreppu og 'Tökulsár á Fjöllum, og sennilega hvergi í öðrum landshlutum fyrir norðan og vestan línu sem draga má fi’á Reykjavík um akveginn austur yfir Mosfellsheiði að Þjórsársbrú og Þaðan upp eftir Þjórsá og niður eft- ir Skjálfandafljóti til sjávar. (Að vísu er heldur þjóðsögukennd frá- saga í Landnámu um gos í Eldborg á Mýrum á landnámsöld, og ef til vill hafa einhver eldsumbrot orðið síðar á Breiðafirði). Eldgosasvæðið er því belti yfir um mitt landið, ^iklu breiðara að sunnan en noi’ðan. Hinar yngstu jarðeldamyndanir evu svo augljósar og auðþekktar, að vart er þörf á að lýsa þeim nánar. F'lest gosopin eru sprungur, venju- ^ega marga kílómetra eða jafnvel tugi kílómetra á lengd. Sunnan jökta stefna þær allar frá norðaustri til suðvesturs, en norðan jökla frá norðri til suðurs. Kringum uppvörp- in hafa hlaðizt hólar eða jafnvel fjöll úr hraunkúlum og rauðu og svörtu gjalli. Aska og vikur hafa lagzt í lög yfir heil héruð og mynda rendur í jarðveginum, þegar hann þykknar. En efnismest eru þó hraunin, sem hafa flætt frá eldstöðvunum yfir mela og grundir og hvert á annað ofan. Stærsta hraunflóð, sem menn hafa séð renna, svo að sögur fari af, var Skaftáreldahraunið árið 1783. Þorvaldur Thoroddsen telur rúmmál þess um 12 rúmkílómetra. En til eru þó miklu stærri hraun hér á landi, runnin fyrir landnámsöld. Meðal þeirra er hið stærsta hraunflóð, sem menn þekkja á jörðunni: Þjórsár- hraun eða Veiðivatnahraun, sem hef- ur runnið innan frá Veiðivötnum á Landmannaafrétti fram í sjó, um 125 km. veg. Aldur hraunanna má nokkuð ráða af þykkt jarðvegsins, sem myndazt hefur í þeim og af gróðurfari þeirra. En sá mælikvarði er þó mjög varasamur. Jarðvegur myndast t. d. miklu fyrr á hraunum á uppblásturssvæðum en annars stað- ar, og auk þess getur jarðvegurinn fokið burt af hraununum og þau aft- ur orðið ber. — Utan þess svæðis, sem ég gat um áðan og nær yfir all- ar yngstu gosstöðvarnar, eru einnig allstór hraun og eldvörp úr lausri gosmöl. En þær myndanir eru yfir- leitt eldri en íslands byggð. Af þeim má nefna hraunin í Þingvallasveit, kringum Langjökul, sums staðar' í Borgarfjarðarhéraði og víða á Snæ- fellsnesi. Því nær öll hraun á land- inu erú úr bergtegund þeirri sem

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.